, ,

Ráðstefna SUMS 26. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni langvinnra sára, notkun stera við sárameðferð, næringu og sárgræðslu.

Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Ákveðið hefur verið að ráðstefnugjald verði óbreytt frá síðasta ári en það er:

  • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2012 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 24. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.