Ársfundur SUMS

Ársfundur SUMS verður haldinn 16. mars n.k.í Hringsal Landspítala við Hringbraut. Fundurinn hefst kl. 16.10

Aðalfundarboð


10 ára afmælisráðstefnan

17. október s.l. héldu samtökin upp á 10 ára afmæli sitt með veglegri ráðstefnu. 163 ráðstefnugestir voru mættir til að fagna þessum áfanga, hlýða á fjölbreytta fyrirlestra og skoða hvað styrktaraðilar höfðu upp á að bjóða.

Dagskráin


Ráðstefna SUMS 18. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Þrýstingssár og varnir. Dagskrá

Ráðstefnugjald er:

 • 7.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 • 15.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
 • 5.000 kr. fyrir nema

Þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2013 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 17. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.


Ekki missa af þessu tækifæri!

Við minnum á fræðslufundinn á mánudag, þar sem okkur býðst að hlusta á frábæra fræðimenn á sviði sárameðferðar.

Fræðslufundurinn er í samvinnu við Kerecis.

Fjallað er um bláæðasár, sykursýkisár, vandamál við krónísk sár, húðvandamál og incontinence.

Fylgiskjal: auglýsing.

Látið sem flesta vita af þessu - aðgangur ókeypis.

Fræðslufundurinn hefst kl 16.15 en aukaaðalfundur SUMS byrjar 16.00.


Ársfundur 2013

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.Ráðstefna SUMS 26. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni langvinnra sára, notkun stera við sárameðferð, næringu og sárgræðslu.

Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Ákveðið hefur verið að ráðstefnugjald verði óbreytt frá síðasta ári en það er:

 • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
 • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2012 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 24. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.


Ársfundur 2012

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15.

Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.


Ráðstefna SUMS 21. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru:

Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun og heilsugæslu sem og inni á sjúkrahúsum. Hún lauk meistaraprófi frá háskólanum í Hertfordshire og vinnur nú að doktorsverkefni sínu sem snýr að sjúklingum með bláæðasár, lífsgæðum þeirra og aðlögunarhæfni. Annmarie hefur birt fjölda greina í fagtímaritum auk þess sem hún hefur unnið ötullega að því að bæta lífskjör einstaklinga með langvinn bláæðasár.

Dr. Rolf Jelnes er æðaskurðlæknir og starfar í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku. Rolf situr í stjórn dönsku sárasamtakanna og hann heldur úti heimasíðu um sár og sárameðferð, http://www.saarbogen.dk/saarbogen/forside.asp?MIId=10. Auk þess hefur Rolf unnið mikið í að efla menntun heilbrigðisfagfólks í sárameðferð.

Á vegum Mölnlycke kemur Allan Ravn sem er hjúkrunarfræðingur hjá Mölnlycke Health Care í Danmörku þar sem hann starfar við fræðslu- og markaðsmál.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.


Ráðstefnugjald:
 • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
 • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2011 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 19. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.


Aðalfundur 2011

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö spennandi fræðsluerindi og vörusýningar styrktaraðila.

Sjá nánar í dagskrá (pdf)

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.


Ráðstefna SUMS 15. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september.

Gestafyrirlesari er Madeleine Flanagan.


Aðalfundarboð 2010

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á Sáramiðstöð Landspítala og tvö fræðsluerindi.

Sjá nánar í dagskrá.

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.


5 ára afmælisráðstefna SUMS

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k.


Aðalfundur 2009

Aðalfundur samtakanna verður haldinn 18. mars n.k. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi og hefst kl. 16:45.


Skráning á ráðstefnu hófst í dag

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS sem haldin verður í Salnum Kópavogi 24. október 2008.

Þema ráðstefnunnar er sykursýkisár.

Sjá nánar í dagskrá.


Aðalfundarboð

Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars n.k. í Hringsal Landspítala (Barnaspítala Hringsins, gengið inn að sunnan).

Venjubundin aðalfundarstörf.

Flutt tvö fræðsluerindi.


Dagskrá ráðstefnu SUMS 2007

Dagskrá ráðstefnu okkar liggur nú fyrir og opnum við fyrir skráningu í vikunni. Þeir félagar sem eiga eftir að greiða árgjaldið fyrir árið 2007 eru vinsamlega beðnir um að ganga frá greiðslu áður en þeir skrá sig því ekki verður hægt að greiða árgjaldið með þátttökugjaldinu.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á spennandi ráðstefnu.

Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar 2007

Ráðstefnugjald:

 1. 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 2. 9.000 kr. fyrir aðra en félaga
 3. 3.000 kr. fyrir nema

Skráningu lýkur mánudaginn 15. október.


Aðalfundur 2007

Aðalfundur SumS verður haldinn 14. mars n.k. í Hringsal LSH (Hringsalur er í Barnaspítala Hringsins, gengið inn að sunnan). Venjubundin aðalfundarstörf þar sem tvær lagabreytingar verða lagðar fram. Einnig verða flutt tvö fræðsluerindi.Aðalfundurinn 2006

Nú líður að aðalfundi SumS fyrir árið 2006, sem að þessu sinni verður haldinn á Akureyri.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða flutt þrjú erindi um sár og sárameðferð.


Dagskráin

Endanleg dagskrá ráðstefnunnar liggur nú fyrir. Meðal efnis má geta að eftir hádegi verða tveir erlendir fyrirlesarar.

Þær koma báðar frá Danmörku og eru:

 • Anette Norden hjúkrunarfræðingur sem fjallar um V.A.C meðferð (Vacuum Assisted Closure)
 • Ulla Moe iðjuþjálfi sem fjallar um þrýstingssár. (frá sjónarhóli iðjuþjálfa)


Loksins, loksins

Dagskrá ráðstefnu SumS (pdf skjal) liggur nú fyrir að mestu leyti. Skráning er hafin (sjá efst til vinstri á síðunni) og stendur til og með 15. október.

Styrktaraðilar SumS verða á staðnum og kynna sínar vörur.

Sjáumst á ráðstefnunni !


Birta allar fréttir