Nýjasta tímarit EWMA

Nýjasta tímarit EWMA Journal er komið út.


Frá EWMA ráðstefnunni í Glasgow

Nú er nýlokið sautjándu ráðstefnu EWMA og var hún að þessu sinni haldin í Glasgow Skotlandi.

13 íslendingar sóttu ráðstefnuna (þar af 12 hjúkrunarfræðingar)

Glasgow skartaði sínu fegursta veðri ráðstefnudagana og höfðu skotar á orði að annað eins veður hefði ekki komið á þessum árstíma í mörg ár, sól og hiti 15 - 18°C.

Dagskráin var mjög þétt og úr miklu að velja. Í staðinn fyrir langa upptalningu á efninu, vil ég frekar benda ykkur á að hægt er að nálgast úrdrætti úr fyrirlestrum sem fluttir voru, á heimasíðu EWMA.


Aðild að EWMA

Samtök um sárameðferð er orðinn formlegur aðili að EWMA. evrópsku sárasamtökunum.

Félagar í aðildarfélögum EWMA fá blaðið þeirra EWMA_JOURNAL frítt !! Blaðið er gefið út tvisvar á ári, vor og haust.

Vor blaðið er á leiðinni til okkar og verður sent út til félagsmanna innan skamms. Í blaðinu er m.a. grein um SumS eftir Guðbjörgu Pálsdóttur ritara SumS.


Málþing og stofnfundur

Sigurður Guðmundsson landlæknir setti málþingið og bauð gesti velkomna.

Heiðursgestir og fyrirlesarar voru:

Henrik Nielsen framkvæmdastjóri evrópsku sárasamtakanna.

Finn Gottrup skurðlæknir og professor við Háskólann í Óðinsvéum. Hann er formaður dönsku sárasamtakanna og jafnframt ritari í evrópsku sárasamtökunum.

Christine Moffat, hjúkrunarfræðingur og prófessor í London. Fráfarandi formaður evrópsku sárasamtakanna.

Kirsten Müller, hjúkrunarfræðingur, varaformaður dönsku sárasamtakanna.


Aðdragandi og undirbúningur

Allir sem koma nálægt meðferð sárasjúklinga á Íslandi hafa fundið hversu erfitt getur verið að beina sjúklingi með langvarandi sár í réttan farveg innan heilbrigðiskerfisins. Vel menntað fólk og vel búnar deildir eru fyrir hendi en auka má við kunnáttuna og samræma meðferð.


Birta allar fréttir