Ársfundur SUMS

Miðvikudaginn 19. mars n.k. verður Ársfundur og fræðslufundur SUMS haldinn í Hringsal Landspítala við Hringbraut.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö fræðsluerindi, Tómas Þór Ágústsson innkirtla- og efnaskiptalæknir fjallar um sykursýkissár og og kynnt verður tilfelli - sykursýkissár. Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur tekið saman í samráði við Guðbjörgu Pálsdóttur sérfræðing í hjúkrun.

Ársfundur - dagskrá


Alþjóðlegur þrýstingssáradagur 21. nóvember 2013

Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins?


Ráðstefna SUMS 18. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Þrýstingssár og varnir. Dagskrá

Ráðstefnugjald er:

 • 7.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 • 15.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
 • 5.000 kr. fyrir nema

Þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2013 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 17. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.


Ekki missa af þessu tækifæri!

Við minnum á fræðslufundinn á mánudag, þar sem okkur býðst að hlusta á frábæra fræðimenn á sviði sárameðferðar.

Fræðslufundurinn er í samvinnu við Kerecis.

Fjallað er um bláæðasár, sykursýkisár, vandamál við krónísk sár, húðvandamál og incontinence.

Fylgiskjal: auglýsing.

Látið sem flesta vita af þessu - aðgangur ókeypis.

Fræðslufundurinn hefst kl 16.15 en aukaaðalfundur SUMS byrjar 16.00.


Aukaaðalfundur og fræðslufundur mánudaginn 23. september 2013

Heimsþekktir fræðimenn á sviði sárameðferðar verða með erindi á fræðslufundi SUMS í Hringsal, mánudaginn 23. september 2013


Ársfundur 2013

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.Ráðstefna SUMS 26. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni langvinnra sára, notkun stera við sárameðferð, næringu og sárgræðslu.

Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Ákveðið hefur verið að ráðstefnugjald verði óbreytt frá síðasta ári en það er:

 • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
 • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2012 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 24. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.


Ársfundur 2012

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15.

Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.


Ráðstefna SUMS 21. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru:

Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun og heilsugæslu sem og inni á sjúkrahúsum. Hún lauk meistaraprófi frá háskólanum í Hertfordshire og vinnur nú að doktorsverkefni sínu sem snýr að sjúklingum með bláæðasár, lífsgæðum þeirra og aðlögunarhæfni. Annmarie hefur birt fjölda greina í fagtímaritum auk þess sem hún hefur unnið ötullega að því að bæta lífskjör einstaklinga með langvinn bláæðasár.

Dr. Rolf Jelnes er æðaskurðlæknir og starfar í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku. Rolf situr í stjórn dönsku sárasamtakanna og hann heldur úti heimasíðu um sár og sárameðferð, http://www.saarbogen.dk/saarbogen/forside.asp?MIId=10. Auk þess hefur Rolf unnið mikið í að efla menntun heilbrigðisfagfólks í sárameðferð.

Á vegum Mölnlycke kemur Allan Ravn sem er hjúkrunarfræðingur hjá Mölnlycke Health Care í Danmörku þar sem hann starfar við fræðslu- og markaðsmál.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.


Ráðstefnugjald:
 • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
 • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2011 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 19. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.


Aðalfundur 2011

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö spennandi fræðsluerindi og vörusýningar styrktaraðila.

Sjá nánar í dagskrá (pdf)

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.


Ráðstefna SUMS 15. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september.

Gestafyrirlesari er Madeleine Flanagan.


Aðalfundarboð 2010

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á Sáramiðstöð Landspítala og tvö fræðsluerindi.

Sjá nánar í dagskrá.

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.


5 ára afmælisráðstefna SUMS

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k.


Aðalfundur SUMS 2009

Aðalfundur samtakanna var haldinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. mars s.l.


Aðalfundur 2009

Aðalfundur samtakanna verður haldinn 18. mars n.k. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi og hefst kl. 16:45.


Skráning á ráðstefnu hófst í dag

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS sem haldin verður í Salnum Kópavogi 24. október 2008.

Þema ráðstefnunnar er sykursýkisár.

Sjá nánar í dagskrá.


Aðalfundarboð

Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars n.k. í Hringsal Landspítala (Barnaspítala Hringsins, gengið inn að sunnan).

Venjubundin aðalfundarstörf.

Flutt tvö fræðsluerindi.


Dagskrá ráðstefnu SUMS 2007

Dagskrá ráðstefnu okkar liggur nú fyrir og opnum við fyrir skráningu í vikunni. Þeir félagar sem eiga eftir að greiða árgjaldið fyrir árið 2007 eru vinsamlega beðnir um að ganga frá greiðslu áður en þeir skrá sig því ekki verður hægt að greiða árgjaldið með þátttökugjaldinu.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á spennandi ráðstefnu.

Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar 2007

Ráðstefnugjald:

 1. 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
 2. 9.000 kr. fyrir aðra en félaga
 3. 3.000 kr. fyrir nema

Skráningu lýkur mánudaginn 15. október.


Aðalfundur 2007

Aðalfundur SumS verður haldinn 14. mars n.k. í Hringsal LSH (Hringsalur er í Barnaspítala Hringsins, gengið inn að sunnan). Venjubundin aðalfundarstörf þar sem tvær lagabreytingar verða lagðar fram. Einnig verða flutt tvö fræðsluerindi.


Aðalfundurinn 2006

Nú líður að aðalfundi SumS fyrir árið 2006, sem að þessu sinni verður haldinn á Akureyri.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða flutt þrjú erindi um sár og sárameðferð.


Aðalfundur 2005

Aðalfundur SumS var haldinn þann 15. mars s.l. í Hringsal LSH.
Um 40 manns mættu á fundinn.

Dagskrá aðalfundar var samkvæmt lögum SumS.

Varaformaður bauð gesti velkomna og setti fundinn.

Fyrsta mál á dagskrá var kosning fundarstjóra og fundarritara.

Stungið var upp á Aðalheiði K. Þórarinsdóttur sem fundarstjóra og Guðbjörgu Pálsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins:

Varaformaður flutti skýrslu stjórnar.

Á fyrsta fundi eftir stofnfund, skipti stjórn með sér verkum:

 • Jón Hjaltalín Ólafsson var kosinn formaður á stofnfundi
 • Jóna Kristjánsdóttir var kosin varaformaður,
 • Guðbjörg Pálsdóttir ritari
 • Karl Logason gjaldkeri og
 • Aðalheiður K. Þórarinsdóttir meðstjórnandi
 • Varamenn eru þau:
 • Herborg Ívarsdóttir og Már Kristjánsson

Stjórn SumS hefur haldið 4 fundi frá stofnun og m.a. hafa verið rætt fyrstu skref samtakanna.

Allir stjórnarmeðlimir hafa mikinn metnað fyrir hönd samtakanna en eru sammála um nauðsyn þess að byrja rólega og í fyrstu var ákveðið að einblína á:

 • aðalfundinn og fá þar inn tvö góð fræðsluerindi
 • koma á fót heimasíðu.

Tveir stjórnarmeðlima hafa óskað eftir að draga sig í hlé.

Á fyrsta fundi óskaði Aðalheiður K. Þórarinsdóttir eftir að ganga úr stjórn þar sem hún er að hefja nám að nýju. Jón Hjaltalín Ólafsson dró sig einnig í hlé sökum anna í sínum störfum. Varamenn komu inn í stjórn í staðinn.

Þökkum við þeim gott samstarf og hjálp við undirbúning og stofnun SumS.

Lagabreytingar

Ekki komu fram neinar tillögur um breytingar á lögum.

Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram

Karl Logason gjaldkeri lagði fram stöðu samtakanna um síðustu áramót. Samtökin eiga 283.741 kr.

Formannskosning

Þar sem núverandi formaður Jón Hjaltalín Ólafsson hefur dregið sig í hlé, þurfti að kjósa nýjan formann og var stungið upp á Karli Logasyni æðaskurðlækni sem næsta formanni Sums. Var það einróma samþykkt.

Kosning stjórnar

Stungið var upp á stjórnarmönnum SumS, Guðbjörgu Pálsdóttur, Herborgu Ívarsdóttur, Jónu Kristjánsdóttur og Má Kristjánssyni sem öll höfðu gefið kost á sér. Einróma samþykkt.

Kosning varamanna

Elín Ólafsdóttir húðlæknir og Hanna Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

Tilnefnd voru þau Ásta Thoroddsen og Einar Hjaltason. Var það samþykkt.

Árgjöld félagsmanna og styrktaraðila ákveðin

Stungið var upp á að félagsgjöld fyrir árið 2005 yrðu 2000 kr. og árgjöld styrktaraðila 50.000 kr. Samþykkt.

Önnur mál

Heimasíða samtakanna kynnt og formlega tekin í notkun. Var það varaformaður SumS sem tók síðuna í notkun.

Fundargestir lýstu ánægju sinni með síðuna og þótti hún bæði falleg og vel gerð.

Að loknum aðalfundarstörfum fengu fundarmenn sér kaffi og skoðuðu hvað styrktaraðilarnir höfðu til sýnis fyrir framan fundarsalinn.

Að kaffihléi loknu var komið að tveimur fræðsluerindum.

Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir með erindið "Húðbitaflutningur til að flýta lækningu sára" og Karl Logason með erindið "Yfirborðsbláæðaaðgerðir á fólki með fótasár".


Birta allar fréttir