SUMS 10 ára

Í dag eru Samtök um sárameðferð á Íslandi 10 ára.

Samtökin voru stofnuð að loknu málþingi sem haldið var á Hótel Sögu 2004. Alls mættu 130 manns á málþingið og 80 manns gerðust stofnfélagar.

myndir frá 10 ára afmælisráðstefnunni: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.779878912074172.1073741825.112085882186815&type=3


Samtök um sárameðferð

Þann 28. október 2004 voru loksins stofnuð samtök um sárameðferð, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Áhugafólk um sárameðferð hafði oft rætt um mikilvægi þess að stofna þverfagleg samtök, en ekkert orðið úr. Samtökin heita “Samtök um sárameðferð á Íslandi” (skammstafað SumS). Samtök um sárameðferð


Málþing og stofnfundur

Sigurður Guðmundsson landlæknir setti málþingið og bauð gesti velkomna.

Heiðursgestir og fyrirlesarar voru:

Henrik Nielsen framkvæmdastjóri evrópsku sárasamtakanna.

Finn Gottrup skurðlæknir og professor við Háskólann í Óðinsvéum. Hann er formaður dönsku sárasamtakanna og jafnframt ritari í evrópsku sárasamtökunum.

Christine Moffat, hjúkrunarfræðingur og prófessor í London. Fráfarandi formaður evrópsku sárasamtakanna.

Kirsten Müller, hjúkrunarfræðingur, varaformaður dönsku sárasamtakanna.


Aðdragandi og undirbúningur

Allir sem koma nálægt meðferð sárasjúklinga á Íslandi hafa fundið hversu erfitt getur verið að beina sjúklingi með langvarandi sár í réttan farveg innan heilbrigðiskerfisins. Vel menntað fólk og vel búnar deildir eru fyrir hendi en auka má við kunnáttuna og samræma meðferð.


Birta allar fréttir