Átt þú erindi í SUMS?

 • Sinnir þú sjúklingum með sár?
 • Ertu stundum í vafa um hvernig þú átt að meðhöndla sárin?
 • Langar þig að veita betri sárameðferð?
 • Viltu geta leitað til annarra heilbrigðisstarfsmanna þegar þig vantar ráð?
 • Viltu fræðast um sárameðferð?
 • Viltu bæta sárameðferð á þínum vinnustað?
 • Viltu bæta líðan fólks með sár?
 • Langar þig að hitta aðra sem hafa áhuga á sárameðferð?
 • Langar þig á sáraráðstefnur?
 • Langar þig að gera verkefni eða rannsókn á sviði sárameðferðar?
 • Viltu hafa aðgang að góðum sárabúnaði?
 • Átt þú ekki erindi í SUMS?

Árgjald fyrir 2018 er aðeins 3.500 kr. og þú færð afslátt inn á ráðstefnu SUMS og frítt inn á fræðslufund í tengslum við aðalfund samtakanna.

Full aðild: Rétt til inngöngu í félagið eiga heilbrigðisstarfsmenn sem hafa áhuga á sárameðferð. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta s.s. eigendur eða starfsfólk fyrirtækja sem framleiða eða selja vörur tengdar sárameðferð, öðlast ekki fulla aðild að félaginu. Aðeins heilbrigðisstarfsmenn teljast fullgildir félagsmenn og hafa atkvæðisrétt. Umsókn um aðild skal send stjórn félagsins.


Auka aðild: Er án atkvæðisréttar eða réttar til stjórnarsetu. Rétt til aukaaðildar á allt áhugafólk um sár og sárameðferð. Aukafélagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum. Umsókn um aukaaðild skal send stjórn félagsins.


Styrktaraðild: Gefur styrktaraðilum rétt til að fá merki sitt í fréttabréf og tilkynningar sem félagið sendir frá sér, einnig afslátt á sýningarbásum, á ráðstefnum og málþingum.