Entries by Sverrir Páll Sverrisson

, ,

Aðalfundur 2005

Aðalfundur SumS var haldinn þann 15. mars s.l. í Hringsal LSH. Um 40 manns mættu á fundinn. Dagskrá aðalfundar var samkvæmt lögum SumS. Varaformaður bauð gesti velkomna og setti fundinn. Fyrsta mál á dagskrá var kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var upp á Aðalheiði K. Þórarinsdóttur sem fundarstjóra og Guðbjörgu Pálsdóttur sem fundarritara og var […]

Grein eftir ritara SumS

Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, skrifaði greinina “Nyt sårselskab i Island” um undirbúning og stofnun SumS sem birtist í tímariti dönsku sárasamtakanna 4. tbl. 2004. Dönsku sárasamtökin gefa blaðið út 4 sinnum á ári.

Fyrsti stjórnarfundur

Á fyrsta fundi stjórnar sem haldinn var 8. desember 2004 skipti stjórn með sér verkum þannig: formaður: Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir, kosinn á stofnfundi varaformaður: Jóna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur gjaldkeri: Karl Logason, æðaskurðlæknir ritari: Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur meðstjórnandi: Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari Í varastjórn: Herborg Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir Aðalheiður tilkynnti að hún þyrfti að […]

Samtök um sárameðferð

Þann 28. október 2004 voru loksins stofnuð samtök um sárameðferð, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Áhugafólk um sárameðferð hafði oft rætt um mikilvægi þess að stofna þverfagleg samtök, en ekkert orðið úr. Samtökin heita “Samtök um sárameðferð á Íslandi” (skammstafað SumS). Á ensku nefnast þau The Icelandic Wound Healing Society (IWHS). Samtökin eru þverfagleg […]

Málþing og stofnfundur

Sigurður Guðmundsson landlæknir setti málþingið og bauð gesti velkomna. Heiðursgestir og fyrirlesarar voru: Henrik Nielsen framkvæmdastjóri evrópsku sárasamtakanna. Finn Gottrup skurðlæknir og professor við Háskólann í Óðinsvéum. Hann er formaður dönsku sárasamtakanna og jafnframt ritari í evrópsku sárasamtökunum. Christine Moffat, hjúkrunarfræðingur og prófessor í London. Fráfarandi formaður evrópsku sárasamtakanna. Kirsten Müller, hjúkrunarfræðingur, varaformaður dönsku sárasamtakanna. […]

Aðdragandi og undirbúningur

Allir sem koma nálægt meðferð sárasjúklinga á Íslandi hafa fundið hversu erfitt getur verið að beina sjúklingi með langvarandi sár í réttan farveg innan heilbrigðiskerfisins. Vel menntað fólk og vel búnar deildir eru fyrir hendi en auka má við kunnáttuna og samræma meðferð.Frétt í Fréttablaðinu október 2004.Heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hjúkrunarfræðingum hefur verið tíðrætt um […]