Ársfundur 19. mars
Ársfundur samtakanna var í gær og mættu 46 manns á fundinn sem telst mjög góð mæting.Byrjað var á hefðbundnum aðalfundarstörfum. Vilborg Hafsteinsdóttir ritari stýrði fundi.Guðbjörg Pálsdóttir formaður flutti tölu um starfsemi samtakanna á liðnu ári, Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri fór yfir endurskoðaða reikninga félagsins. Engar lagabreytingar komu fram. Guðbjörg og Jóna luku setu í stjórn SUMS en gáfu báðar kost á sér áfram. Var það samþykkt einróma. Íris Hansen hjúkrunarfræðingur gaf kost á sér til varamanns í stjórn og ekkert mótframboð barst.Íris er því sjálfkjörin og býður stjórn SUMS hana velkomna til starfa.Veittir voru tveir rannsókna/verkefnastyrkir. Styrkþegar SUMS 2014 eru: Aðalbjörg Sigurjónsdóttir og Lára Guðríður Guðgeirsdóttir nemar í hjúkrunarfræði við HÍ og Guðný Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og meistaranemi.Fræðsluerindi fluttu þau Bergþóra Karlsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Magnea Gylfadóttir og Tómas Þór Ágústsson.