Samtök um
sárameðferð

Þverfagleg
samtök

Opnað hefur verið fyrir skráningu á 10 ára afmælisráðstefnuna.

Ráðstefnan verður haldin 17. október 2014 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Skráningarhnappurinn er til hægri. Dagskrána má finna á korktöflunni fyrir neðan.

Óskir þú eftir að ganga í samtökin, sækir þú um aðild á síðunni undir Umsókn.

Eftir að umsókn hefur borist færðu staðfestingu frá samtökunum og getur að því loknu skráð þig sem félagi.

Hvað gera samtökin?

Efla

Markmið samtakanna er að auka þekkingu á sárgræðslu og sárameðferð. Auka samvinnu og samræmingu milli fagstétta varðandi greiningu og meðferð sára. Efla samskipti við samsvarandi samtök erlendis. Samtökin eru aðili að EWMA og eiga fulltrúa í fulltrúaráði EWMA

Fræða

Ráðstefnur SUMS eru orðnar helsti vettvangur fagfólks um sár og sárameðferð. Á ráðstefnunum fræða sérfræðingar innan sárageirans okkur um það sem ber hæst hverju sinni varðandi sárgræðslu og sárameðferð. Öll helstu fyrirtæki landsins sem flytja inn vörur og búnað fyrir sárameðferð eru styrktaraðilar samtakanna.

Styrkja

Samtökin auglýsa og veita rannsóknar- og verkefnastyrki árlega. Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð og samræmist markmiðum SUMS.

Korktafla

10 ára afmælisráðstefnan verður haldin 17. október á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá ráðstefnu SUMS

Ewma

Á heimasíðu EWMA má m.a. finna EWMA journal og fleira útgefið efni. http://ewma.org/english.html

25 ráðstefna EWMA verður haldin í London 13. - 15. maí 2015 http://ewma2015.org/

26 ráðstefna EWMA verður haldin í Bremen Þýskalandi 11. - 13. maí 2016 http://ewma.org