Samtök um
sárameðferð

Aðalfundur SUMS verður 15. mars í Hringsal kl 16:15

Efla

Markmið samtakanna er m.a. að auka þekkingu á sárgræðslu og sárameðferð. Auka samvinnu og samræmingu milli fagstétta varðandi greiningu og meðferð sára. SUMS er aðili að EWMA.

Fræða

Ráðstefnur SUMS eru helsti vettvangur fagfólks um sár og sárameðferð. Öll helstu fyrirtæki landsins sem flytja inn vörur fyrir sárameðferð eru styrktaraðilar samtakanna.

Styrkja

Samtökin auglýsa styrki árlega. Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð og samræmist markmiðum SUMS.

Korktafla

Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum. Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS. Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS. Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

Nánari upplýsingar á sums2004@gmail.com

Haustráðstefna SUMS

Næsta haustráðstefna SUMS verður á Hilton Hótel föstudaginn 13. október

Ewma

27 ráðstefna EWMA verður haldin í Amsterdam Hollandi 3. - 5. maí 2017 http://ewma2017.org/

Á heimasíðu EWMA má m.a. finna EWMA journal og fleira útgefið efni. http://ewma.org/english.html