Hér eru nokkrar myndir frá ráðstefnunni okkar núna í nóv 😉

Takk allir sem komu að henni, fyrirlesarar, styrktaraðilar, fundarstjóri og allir gestir. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Búið er að opna fyrir skráningu á haustráðstefnu SUMS sem verður haldinn föstudaginn 3. nóvember.

Skráningarsíðan er hér: Skráning á ráðstefnu SUMS 2023.

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki, hvor að verðgildi allt að 250 þúsund krónum.

Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS. 

Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS. 

Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Staða
  • Vinnustaður
  • Menntunargráða
  • Heiti verkefnis
  • Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi)
  • Samstarfsaðilar
  • Áætluð lok verkefnis / rannsóknar
  • Kostnaðaráætlun

Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.

Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com 

Umsóknarfrestur er til 22. Október 2023.

Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 3. nóvember.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst  á sums2004@gmail.com 

Við þökkum kærlega fyrir frábæra ráðstefnu. Án fyrirlesara, gesta og sérlega styrktaraðila hefði þessi frábæri dagur ekki geta orðið. Hlökkum til að endurtaka leikinn föstudaginn 3.nóvember 2023, allir að taka daginn frá 😉

Jæja, þá er loksins skráningarsíðan okkar komin í gagnið. Allir geta núna skráð sig á ráðstefnuna 11.nóvember 2022. Því miður er dagskráin ekki alveg tilbúin, verið er að staðfesta síðustu fyrirlesarana og hún ætti að koma í ljós fyrir vikulok. Erindin sem verða eru þó alls ekki af verri endanum og dagskráin mjög efnileg. Dæmi um umfjöllunarefni eru sinus pil, stóma, bruni og aflimanir. Allir að skrá sig hér og fylgjast vel með framvindu mála. Hlökkum til að hitta ykkur á Hilton Reykjavík Nordica í bana stuði. https://events.bizzabo.com/SUMS2022/home

Þá er komin tímasetning á ráðstefnuna okkar sem verður föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Geggjuð dagskrá allan daginn og góðar veitingar. Allir að taka daginn frá 😉

Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 5. nóvember á Hótel Hilton. Þemað í ár er óvenjuleg sár. Dagskráin er tilbúin og mikil tilhlökkun geta haldið ráðstefnu eftir svo langa bið.

SKRÁNING

08:00-08:30       Skráning og afhending gagna

08:30-08:35       Setning ráðstefnu

08:35-09:05       Atypisk sár- Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir

09:05-09:35       Sinafellsbólga með drepi og gasdrep (Necrotising fasciitis  og gas gangrene)- Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir

09:35-09:45       Afhending styrkja

09:45-10:15      Kaffi og vörukynningar

10:15-10:40       Hreint eða ekki hreint-  Berglind Guðrún Chu sérfræðingur í hjúkrun

10:40-11:05       Á eigin skinni; geta hraustir einstaklingar fengið þrýstingssár? –  Hulda Margrét Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur

11:05-11:30       Meðferð húðágræðslusvæða- Halla Fróðadóttir lýtalæknir

11:30-11:55       Ör og örameðferð –  Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir

11:55-13:00       Matur og vörukynningar 

13:00-13:25       Skipta umbúðir máli?- Guðný Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur 

13:25-13:50       Mat á sárum- hvað er mikilvægt? – Elva Rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

13:50-14:30       Umræður um sár og sárameðferð

14:30-15:00       Andri Ívarsson skemmtir í lok dags

Fundarstjóri: Kristín Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur

Verð: 12500 kr fyrir félagsmenn,  5500 kr fyrir nema,  21500kr  fyrir utanfélagsmenn

16. haustráðstefnu SUMS er nú lokið.  Þemað í ár var langvinn sár, ráðstefnan var vel sótt og við fengum að heyra mörg áhugaverð erindi. Anna Steinsen hjá KVAN sló svo á létta strengi í lok dags.

Styrktaraðilar sáum um áhugaverðar kynningar á sárameðferðarvörum í matar og kaffihléi.

Tveir rannsóknar og verkefnastyrkir voru veittir. Það voru þær Ástríður Pétursdóttir og Hulda Margrét Valgarðsdóttir sem fengu styrkina í ár, 200 þús kr hvor styrkur. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að heyra af verkefnum þeirra.

Við þökkum fyrirlesurum, styrktaraðilum og ráðstefnugestum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi átt ánægjulegan dag með okkur.

Ljósmyndir frá ráðstefnunni eru komnar inn á síðuna og eru í flipa merktur “efni” – ljósmyndir hér fyrir ofan.