Auglýsum eftir framboðum í stjórn

Stjórn sárasamtakanna óskar eftir framboðum í stjórn fyrir næsta aðalfund. Það eru núna tvær lausar stöður og hvetjum við ykkur til að bjóða ykkur fram. Lofum frábærri teymisvinnu og reynslu í að efla sárameðferð á Íslandi. Framboð þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.febrúar. Vinsamlegast sendið okkur póst á sums2004@gmail.com. Endurnýjun stjórnar fer svo fram á aðalfundi 13.mars kl.16:15.