Ný stjórn SUMS

Ný stjórn SUMS var kosin á síðasta aðalfundi. Tveir stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þær Jóna Kristjánsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir. Jóna gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Jóna hefur verið í stjórn samtakanna frá upphafi og eru henni færðar bestu þakkir fyrir störf sín. Einar Þór Þórarinsson, heimilislæknir gaf kost á sér í stjórn og Guðbjörg Pálsdóttir gaf kost á sér til endurkjörs. Iris Hansen lauk tveggja ára tímabili í stjórn sem varamaður, en bauð sig fram til að sitja áfram sem varamaður.Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er Tómas Þór Ágústsson formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður og ritari, Linda Björnsdóttir gjaldkeri, Einar Þór Þórarinsson meðstjórnandi, Ingibjörg Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Iris Hansen varamaður og Lilja Þyri Björnsdóttir varamaður.