Ársfundi SUMS lokið

Guðbjörg Pálsdóttir formaður fór yfir nýliðið ár sem var sögulegt að þvi leyti að sárasamtökin urðu 10 ára á árinu. Á ráðstefnunni 17. október ’14 var metþátttaka en um 170 þátttakendur sóttu ráðstefnuna.Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga samtakanna. Hagnaður varð hjá samtökunum á síðasta ári.Veittir voru tveir rannsókna/verkefnastyrkir, 200.000 kr. hvor. Umsækjendur voru tveir og voru báðar umsóknir samþykktar.Eyrún Ósk Guðjónsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingar á Landspítala eru styrkþegar SUMS 2015.Heiti verkefnis Eyrúnar er Fótamein sykursjúkra á Íslandi og Ingibjargar, Klínískar leiðbeiningar um sárasogsmeðferð.Úr stjórn samtakanna fóru þær Ína Kolbrún Ögmundsdóttir heimilislæknir og Vilborg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu, þær gáfu ekki kost á sér áfram.Voru þeim færðar gjafir og blóm fyrir störf sín í þágu samtakanna á liðnum árum.Lilja Þyri Björnsdóttir lauk einnig sínu tímabili í stjórn SUMS en gaf kost á sér áfram sem varamaður.Ný í stjórn komu: Ingibjörg Guðmundsdóttir og Linda Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar og Tómas Þór Ágústsson innkirtlasérfræðingur. Þau eru öll starfandi á Landspítala.Að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á kaffimeðlæti og síðan voru flutt tvö erindi hvort tveggja í boðið Kerecis.Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir fór yfir sáratilfelli frá læknum í Þýskalandi sem nota vörur Kerecis.Christopher L. Winters, DPM sáralæknir frá USA flutti erindið:A new piscine-derived acellular dermal matrix for difficult to heal wounds.