Samtök um sárameðferð og Kerecis bjóða til fræðslufundar með heimsþekktum fræðimönnum á sviði sárameðferðar, mánudaginn 23. september n.k.

Þessir fræðimenn eru ráðgjafar hjá Kerecis, íslensku fyrirtæki sem þróað hefur stoðefni úr fiskroði, ætlað til sárameðferðar og fleira.

Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut og hefst um leið og auka aðalfundi SUMS lýkur.

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á sárameðferð að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Á undan fræðslufundinum verður auka aðalfundur SUMS þar sem tillaga um lagabreytingu er varðar 4 gr. laga um aðalfund er á dagskrá.

Tillagan varðar tímasetningu aðalfundar.

Í núverandi lagagrein segir: Aðalfund skal halda að hausti ár hvert.

Breytingartillaga: Aðalfund skal halda einu sinni á ári.

Dagskrá:

Kl. 16.00 – 16.10: Auka aðalfundur

Kl. 16.15 – 17.55: Fræðslufundur í samvinnu SUMS og Kerecis

  • Dr. Robert S. Kirsner: Novel Mechanism of Venous Ulceration
  • Dr. David Margolis: Diabetic lower extremity amputation: Is there an epidemic
  • Dr. Magnus S. Agren: Multiplex wound fluid analyses in acute and chronic wounds
  • Madeleine Flanagan RN, MS: Optimal Management of Incontinence Associated Dermatitis

Nánari upplýsingar um erlendu fræðimennina má finna á heimasíðu Kerecis

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni langvinnra sára, notkun stera við sárameðferð, næringu og sárgræðslu.

Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Ákveðið hefur verið að ráðstefnugjald verði óbreytt frá síðasta ári en það er:

  • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2012 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 24. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15.

Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru:

Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun og heilsugæslu sem og inni á sjúkrahúsum. Hún lauk meistaraprófi frá háskólanum í Hertfordshire og vinnur nú að doktorsverkefni sínu sem snýr að sjúklingum með bláæðasár, lífsgæðum þeirra og aðlögunarhæfni. Annmarie hefur birt fjölda greina í fagtímaritum auk þess sem hún hefur unnið ötullega að því að bæta lífskjör einstaklinga með langvinn bláæðasár.

Dr. Rolf Jelnes er æðaskurðlæknir og starfar í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku. Rolf situr í stjórn dönsku sárasamtakanna og hann heldur úti heimasíðu um sár og sárameðferð, http://www.saarbogen.dk/saarbogen/forside.asp?MIId=10. Auk þess hefur Rolf unnið mikið í að efla menntun heilbrigðisfagfólks í sárameðferð.

Á vegum Mölnlycke kemur Allan Ravn sem er hjúkrunarfræðingur hjá Mölnlycke Health Care í Danmörku þar sem hann starfar við fræðslu- og markaðsmál.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.

Ráðstefnugjald:

  • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2011 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 19. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö spennandi fræðsluerindi og vörusýningar styrktaraðila.

Sjá nánar í dagskrá (pdf)

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september.

Gestafyrirlesari er Madeileine Flanagan.

Madeleine hefur starfað við Háskólann í Hertfordshire í Englandi síðan 1996 við Faculty of Health & Human Sciences og haft veg og vanda að uppbyggingu og þróun náms í sárameðferð við þá stofnun, bæði í grunn- og framhaldsstigi. Síðustu ár hefur hún þróað og veitt forystu þverfaglegu sáranámi á meistarastigi við Háskólann í Hertfordshire og víðar.
Madeleine er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.Rannsóknir hennar tengjast meðferð langvinnra sára, sáratengdum verkjum og lífsgæðum sjúklinga með sár. Hún hefur skrifað námsbækur um langvinn sár og hefur birt fjölda greina í fagtímarit.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.
Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:

  • 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 9.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 3.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2010 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr.
Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com.

Skráningu lýkur 12. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á Sáramiðstöð Landspítala og tvö fræðsluerindi.

Sjá nánar í dagskrá.

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k.

Dagskráin verður heldur viðameiri en venjulega vegna þess að samtökin fagna 5 ára afmæli sínu á þessu ári, en þau voru stofnuð 28. október 2004.

Við fáum m.a. til okkar tvo góða gesti, Bo Jörgensen yfirlækni og Prófessor Finn Gottrup lækni frá Bispebjerg sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Finn Gottrup kom hér haustið 2004 og veitti góð ráð við undirbúning og stofnun samtakanna.

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.

Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:

  • 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 9.000 kr. fyrir aðra en félaga
  • 3.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2009 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr. Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 23. september

Dagskrá

Aðalfundur samtakanna var haldinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. mars s.l.

Herborg Ívarsdóttir varaformaður setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar.

Félagar í SUMS voru 157 í árslok 2008.

Már Kristjánsson gjaldkeri lagði fram reikninga stjórnar og standa samtökin vel.

Ákveðið var að árgjöld félagsmanna og styrktaraðila skyldu vera óbreytt.

Lagabreytingar.

Tvær lagabreytingar voru lagðar fram, annars vegar er varðar nýtt merki samtakanna og hitt er varðar skammstöfun á nafni SUMS erlendis.

(sjá nánar í aðalfundarboði)

Báðar tillögurnar voru samþykktar.

Breyting á stjórn samtakanna.

Þrír gengu úr stjórn SUMS að þessu sinni, þau Herborg Ívarsdóttir sem gaf ekki kost á sér áfram, Karl Logason sem gaf kost á sér sem varamaður og Már Kristjánsson sem gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Tvö framboð til stjórnarsetu höfðu borist, frá Vilborgu Hafsteinsdóttur og Þórhildi Sigtryggsdóttur.

Vilborg er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Firði í Hafnarfirði og Þórhildur er læknir á Heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði.

Frekari framboð komu ekki fram og því var stjórnin sjálfkjörin og nýir stjórnarmeðlimir boðnir velkomnir.

Einn varamaður gekk úr stjórn og í ár var það Elín Ólafsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Hún gaf ekki kost á sér áfram. Karl Logason, læknir sem hætti í aðalstjórn gaf kost á sér sem varamaður.

Frekari framboð til varamanns bárust ekki og Karl var því sjálfkjörinn.

Í stjórn sitja því til næsta aðalfundar