, ,

Haustráðstefna SUMS 2025

Hin árlega haustráðstefna SUMS verður haldin föstudaginn 31. október. Að venju verður dagskráin fjölbreytt og stútfull af fræðandi erindum um sár og sárameðferð. Erlendi fyrirlesarinn í ár er Dr. Kirsi Isoherranen. Hún er fráfarandi forseti EWMA, húðlæknir og yfirlæknir Sáramiðstöðvar Háskólasjúkrahússins í Helsinki. Hún hefur áratuga reynslu og leiðir bæði klínísk störf og rannsóknir á þessu sviði.
Takið daginn frá og við látum vita um leið og skráningarsíðan fer í loftið.