Málþing og stofnfundur

Sigurður Guðmundsson landlæknir setti málþingið og bauð gesti velkomna.

Heiðursgestir og fyrirlesarar voru:

Henrik Nielsen framkvæmdastjóri evrópsku sárasamtakanna.

Finn Gottrup skurðlæknir og professor við Háskólann í Óðinsvéum. Hann er formaður dönsku sárasamtakanna og jafnframt ritari í evrópsku sárasamtökunum.

Christine Moffat, hjúkrunarfræðingur og prófessor í London. Fráfarandi formaður evrópsku sárasamtakanna.

Kirsten Müller, hjúkrunarfræðingur, varaformaður dönsku sárasamtakanna.

Sjá nánar heiti fyrirlestra og dagskrá í Stofnfundur SumS (pdf skjal)

Að loknu málþingi voru sárasamtökin formlega stofnuð og hlutu þau nafnið SumS samtök um sárameðferð . Gestir á málþingi voru um 130 og stofnfélagar 80.

Lög hinna nýju samtaka voru síðan lesin upp og samþykkt. Merki samtakanna kynnt og samþykkt.

Tilnefnd til stjórnarsetu í SumS eru:

  • Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari
  • Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Herborg Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir
  • Jóna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Karl Logason, æðaskurðlæknir
  • Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir

Formaður SumS er kjörinn Jón Hjaltalín Ólafsson húðlæknir