Samtök um sárameðferð

Þann 28. október 2004 voru loksins stofnuð samtök um sárameðferð, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Áhugafólk um sárameðferð hafði oft rætt um mikilvægi þess að stofna þverfagleg samtök, en ekkert orðið úr. Samtökin heita “Samtök um sárameðferð á Íslandi” (skammstafað SumS). Á ensku nefnast þau The Icelandic Wound Healing Society (IWHS). Samtökin eru þverfagleg og hafði nefnd verið að störfum frá því í ágúst að undirbúa stofnun þeirra. Fulltrúar frá evrópsku sárasamtökunum (European Wound Management Association, EWMA) komu hingað fyrst í ágúst til að hvetja fagfólk á Íslandi til að stofna samtökin.

Samtök um sárameðferð