Sækja um aukaaðild

    Aukaaðild er fyrir þá sem eiga hagsmuna að gæta s.s. eigendur eða starfsfólk fyrirtækja sem framleiða eða selja vörur tengdar sárameðferð. Félagar með aukaaðild hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum, en eru án atkvæðisréttar eða réttar til stjórnarsetu.

    Árgjald er það sama og fyrir fulla aðild, 3.700 kr. og felur í sér afslátt á ráðstefnugjaldi SUMS og aðgang að upplýsingum um viðburði samtakanna. Félagar í SUMS fá lægri félagsgjöld í EWMA og geta þar með fengið afslátt af ráðstefnugjöldum þeirra og fleira sem fylgir því að vera félagi í EWMA.