Rétt til inngöngu í félagið eiga heilbrigðisstarfsmenn sem hafa áhuga á sárameðferð.  Aðeins heilbrigðisstarfsmenn teljast fullgildir félagsmenn og hafa atkvæðisrétt. Nemar í heilbrigðistengdum greinum eru velkomnir í félagið. Umsókn um aðild skal send stjórn félagsins.

Er fyrir þá sem eiga hagsmuna að gæta s.s. eigendur eða starfsfólk fyrirtækja sem framleiða eða selja vörur tengdar sárameðferð. Félagar með aukaaðild hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum, en eru án atkvæðisréttar eða réttar til stjórnarsetu. Umsókn um aukaaðild skal send stjórn félagsins.

Gefur styrktaraðilum rétt til að fá merki sitt í fréttabréf og tilkynningar sem félagið sendir frá sér, einnig afslátt á sýningarbásum, á ráðstefnum og málþingum.