Sækja um styrktaraðild

    Styrktaraðild gefur rétt til að fá merki sitt í fréttabréf og tilkynningar sem félagið sendir frá sér, afslátt á sýningarbásum, á ráðstefnum og málþingum.

    Ráðstefnur SUMS eru orðnar helsti vettvangur fagfólks um sár og sárameðferð.

    Fjöldi þátttakenda hefur verið frá upphafi á bilinu 80-135 manns hverju sinni alls staðar af landinu, m.a. hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, fótaaðgerðafræðingar, sjúkraþjálfarar og læknar.

    Allir mjög áhugasamir og leita mikið til sýnenda til að afla sér upplýsinga.

    Það er því augljós kostur að vera styrktaraðili og ná til þessa áhugasama hóps.