Entries by Sverrir Páll Sverrisson

, ,

Ráðstefna SUMS 21. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september. Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru: Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun […]

Stjórn SUMS 2011

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórn SUMS með sér verkum. Guðbjörg Pálsdóttir formaður Már Kristjánsson varaformaður Jóna Krisjánsdóttir gjaldkeri Vilborg Hafsteinsdóttir ritari Ína Kolbrún Ögmundsdóttir meðstjórnandi. Þórhildur Sigtryggsdóttir gaf ekki kost á sér áfram og þökkum við henni samstarfið. Ína Kolbrún Ögmundsdóttir kemur ný inn og er hún boðin velkomin í stjórn samtakanna. Varamenn […]

, ,

Aðalfundur 2011

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 16:15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö spennandi fræðsluerindi og vörusýningar styrktaraðila. Sjá nánar í dagskrá (pdf) Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

SUMS færði sáramiðstöð Landspítala ljósmyndavél að gjöf

Á þorláksmessu færði SUMS sáramiðstöð Landspítala stafræna myndavél að gjöf. Ljósmyndir eru mikilvægar við mat á sárum og við skráningu framvindu. Ljósmyndir af sárum eru einnig hjálplegar sem kennslu- og fræðsluefni. SUMS óskar sáramiðstöð velfarnaðar og vonar að þessi gjöf verði til þess að efla og styrkja starfsemi sáramiðstöðvarinnar enn frekar.Guðbjörg Pálsdóttir sárahjúkrunarfræðingur,hefur umsjón með […]

Verkefna/rannsóknarstyrkur 2011

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir styrk að verðgildi 200 þúsund krónur. Styrkur er veittur verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS. Auglýsing um styrk

, ,

Ráðstefna SUMS 15. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september. Gestafyrirlesari er Madeileine Flanagan. Madeleine hefur starfað við Háskólann í Hertfordshire í Englandi síðan 1996 við Faculty of Health & Human Sciences og haft veg og vanda að uppbyggingu og þróun náms í sárameðferð við […]

Fótasáralykill

Fótasáralykill Sáramiðstöðvar LSH sem fjarlægður var 4. mars s.l. vegna breytinga á lyklinum, hefur verið settur inn aftur undir “Fræðsluefni” og hér fyrir neðan. Fótasáralykill

Stjórn SUMS 2010

Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var haldinn 7. apríl s.l. þar sem stjórnin skipti með sér verkum: Stjórn SUMS: Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Már Kristjánsson, varaformaður Jóna Kristjánsdóttir, gjaldkeri Vilborg Hafsteinsdóttir, ritari Þórhildur Sigtryggsdóttir, meðstjórnandi. Er þetta óbreytt frá síðasta ári. Varamenn eru þau, Bergþóra Karlsdóttir og Karl Logason. Unnur Þormóðsdóttir gaf ekki kost á sér áfram […]

Loksins, loksins

Þeim vandræðum sem við höfum átt með hýsingu heimasíðu SUMS er nú lokið. Búið er að fá íslenskan aðila til að hýsa síðuna og er hún nú hraðvirkari en nokkru sinni áður. Vonandi að hún geti því sinnt hlutverki sínu betur hér eftir.

, ,

Aðalfundarboð 2010

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 16:15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á Sáramiðstöð Landspítala og tvö fræðsluerindi. Sjá nánar í dagskrá. Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.