Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) er mjög stolt af því að geta boðið upp á tvo styrki, hvor að verðgildi allt að 250.000 krónur, til verkefna eða rannsókna sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum samtakanna.

Með þessum styrkjum viljum við styðja við bakið á þeim sem leggja sitt af mörkum til að efla þekkingu, nýsköpun og faglega þróun á sviði sárameðferðar.

Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS. 

Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Staða
  • Vinnustaður
  • Menntunargráða
  • Heiti verkefnis
  • Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi)
  • Samstarfsaðilar
  • Áætluð lok verkefnis / rannsóknar
  • Kostnaðaráætlun

Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.

Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com 

Umsóknarfrestur er til 15. október 2025.

Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 31. október 2025.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst  á sums2004@gmail.com 

Hin árlega haustráðstefna SUMS verður haldin föstudaginn 31. október. Að venju verður dagskráin fjölbreytt og stútfull af fræðandi erindum um sár og sárameðferð. Erlendi fyrirlesarinn í ár er Dr. Kirsi Isoherranen. Hún er fráfarandi forseti EWMA, húðlæknir og yfirlæknir Sáramiðstöðvar Háskólasjúkrahússins í Helsinki. Hún hefur áratuga reynslu og leiðir bæði klínísk störf og rannsóknir á þessu sviði.
Takið daginn frá og við látum vita um leið og skráningarsíðan fer í loftið.

Búið er að opna fyrir skráningu á ráðstefnuna okkar sem verður haldin föstudaginn 25. október n.k.

Hægt er að skrá sig hér

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ráðstefna okkar verður 25.október n.k. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunar. Opnað verður fyrir skráningu fljótlega hér á sums.is

Ársfundurinn okkar var haldin 13 mars sl. þar var ný stjórn kosin.  Nýjar inn í stjórn eru Elva Rún Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Kristín Haraldsdóttir læknir. Fráfarandi stórnarmenn eru Berglind Guðrún Chu og Iris Hansen hjúkrunarfræðingar.

Ný stjórn hefur skipt með sér störfum og er eftirfarandi:

Elva Rún Rúnarsdóttir samfélagsmiðlastjóri
Guðbjörg Pálsdóttir meðstjórnandi
Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður
Kristín Haraldsdóttir ritari
Lilja Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Tómas Þór Ágústsson meðstjórnandi
Þórgunnur Birgisdóttir gjaldkeri

Við þökkum kærlega fyrir samveruna á síðasta ársfundi. Sérstakar þakkir fá fyrirlesarar, fundarstjóri og styrktaraðilar. Hér eru nokkrar myndir af deginum, og af nýrri og þáverandi stjórn samtakanna.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl 16:15 í Hringsal LSH.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður boðið upp á tvö áhugaverð fræðsluerindi og styrktaraðilar munu kynna vörur sínar í kaffihléi.

Á ársfundinum verður lögð fram lagabreyting sem félagsmenn hafa fengið sent í tölvupósti.

Hlökkum til að hitta ykkur!

Mjög áhugavert námskeið í þrýstingssáravörnum. Mælum svo sannarlega með. Sjá skráningarsíðu og prógramm.

Stjórn sárasamtakanna óskar eftir framboðum í stjórn fyrir næsta aðalfund. Það eru núna tvær lausar stöður og hvetjum við ykkur til að bjóða ykkur fram. Lofum frábærri teymisvinnu og reynslu í að efla sárameðferð á Íslandi. Framboð þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.febrúar. Vinsamlegast sendið okkur póst á sums2004@gmail.com. Endurnýjun stjórnar fer svo fram á aðalfundi 13.mars kl.16:15.