Við auglýsum glæsilegt námskeið í hjúkrunarfræðilegri meðferð krabbameinssára. Það verður haldið í sal Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga mánudaginn 20.nóvember frá kl. 13:00-16:00. Við erum svo heppin að fá erlendan gest Betinu Lund-Nielsen sérfræðing í hjúkrun sjúklinga með krabbameinssár og því er námskeiðið á ensku. Það eru aðeins 35 pláss þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Greiðsla jafngildir skráningu, sjá frekar á: https://www.hjukrun.is/vidburdir/medferd-krabbameinssara

Búið er að opna fyrir skráningu á haustráðstefnu SUMS sem verður haldinn föstudaginn 3. nóvember.

Skráningarsíðan er hér: Skráning á ráðstefnu SUMS 2023.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl 16:15 í Hringsal.

Boðið verður upp á tvö áhugaverð erindi um bruna og brunameðferðir.

Allir velkomnir!

Jæja, þá er loksins skráningarsíðan okkar komin í gagnið. Allir geta núna skráð sig á ráðstefnuna 11.nóvember 2022. Því miður er dagskráin ekki alveg tilbúin, verið er að staðfesta síðustu fyrirlesarana og hún ætti að koma í ljós fyrir vikulok. Erindin sem verða eru þó alls ekki af verri endanum og dagskráin mjög efnileg. Dæmi um umfjöllunarefni eru sinus pil, stóma, bruni og aflimanir. Allir að skrá sig hér og fylgjast vel með framvindu mála. Hlökkum til að hitta ykkur á Hilton Reykjavík Nordica í bana stuði. https://events.bizzabo.com/SUMS2022/home

Þá er komin tímasetning á ráðstefnuna okkar sem verður föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Geggjuð dagskrá allan daginn og góðar veitingar. Allir að taka daginn frá 😉

Ársfundur SUMS verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl 16.15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða tvö áhugaverð erindi. Andri Már Þórarinsson lýtalæknir fjallar um sinus pil og Magali B Mouy hjúkrunarfræðingur fjallar um súrefnismeðferð. Í kaffihléi verða vörukynningar frá styrktaraðilum. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 5. nóvember á Hótel Hilton. Þemað í ár er óvenjuleg sár. Dagskráin er tilbúin og mikil tilhlökkun geta haldið ráðstefnu eftir svo langa bið.

SKRÁNING

08:00-08:30       Skráning og afhending gagna

08:30-08:35       Setning ráðstefnu

08:35-09:05       Atypisk sár- Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir

09:05-09:35       Sinafellsbólga með drepi og gasdrep (Necrotising fasciitis  og gas gangrene)- Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir

09:35-09:45       Afhending styrkja

09:45-10:15      Kaffi og vörukynningar

10:15-10:40       Hreint eða ekki hreint-  Berglind Guðrún Chu sérfræðingur í hjúkrun

10:40-11:05       Á eigin skinni; geta hraustir einstaklingar fengið þrýstingssár? –  Hulda Margrét Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur

11:05-11:30       Meðferð húðágræðslusvæða- Halla Fróðadóttir lýtalæknir

11:30-11:55       Ör og örameðferð –  Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir

11:55-13:00       Matur og vörukynningar 

13:00-13:25       Skipta umbúðir máli?- Guðný Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur 

13:25-13:50       Mat á sárum- hvað er mikilvægt? – Elva Rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

13:50-14:30       Umræður um sár og sárameðferð

14:30-15:00       Andri Ívarsson skemmtir í lok dags

Fundarstjóri: Kristín Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur

Verð: 12500 kr fyrir félagsmenn,  5500 kr fyrir nema,  21500kr  fyrir utanfélagsmenn

Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð

Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15.

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um áhrif hlífðarbúnaðar á starfsfólk.

Dagskrá:

16:15 Aðalfundarstörf

16:40. “Högg og Klemma” Gunnar Auðólfsson lýtalæknir

17:10 “Hjúkrun Covid-19 sjúklinga á legudeildum Landspítala: Áhrif hlífðarbúnaðar” Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun

Allir eru hjartanlega velkomnir