,

Að lokinni ráðstefnu

16. haustráðstefnu SUMS er nú lokið.  Þemað í ár var langvinn sár, ráðstefnan var vel sótt og við fengum að heyra mörg áhugaverð erindi. Anna Steinsen hjá KVAN sló svo á létta strengi í lok dags.

Styrktaraðilar sáum um áhugaverðar kynningar á sárameðferðarvörum í matar og kaffihléi.

Tveir rannsóknar og verkefnastyrkir voru veittir. Það voru þær Ástríður Pétursdóttir og Hulda Margrét Valgarðsdóttir sem fengu styrkina í ár, 200 þús kr hvor styrkur. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að heyra af verkefnum þeirra.

Við þökkum fyrirlesurum, styrktaraðilum og ráðstefnugestum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi átt ánægjulegan dag með okkur.

Ljósmyndir frá ráðstefnunni eru komnar inn á síðuna og eru í flipa merktur “efni” – ljósmyndir hér fyrir ofan.