Við þökkum kærlega fyrir samveruna á síðasta ársfundi. Sérstakar þakkir fá fyrirlesarar, fundarstjóri og styrktaraðilar. Hér eru nokkrar myndir af deginum, og af nýrri og þáverandi stjórn samtakanna.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl 16:15 í Hringsal LSH.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður boðið upp á tvö áhugaverð fræðsluerindi og styrktaraðilar munu kynna vörur sínar í kaffihléi.

Á ársfundinum verður lögð fram lagabreyting sem félagsmenn hafa fengið sent í tölvupósti.

Hlökkum til að hitta ykkur!

Mjög áhugavert námskeið í þrýstingssáravörnum. Mælum svo sannarlega með. Sjá skráningarsíðu og prógramm.

Stjórn sárasamtakanna óskar eftir framboðum í stjórn fyrir næsta aðalfund. Það eru núna tvær lausar stöður og hvetjum við ykkur til að bjóða ykkur fram. Lofum frábærri teymisvinnu og reynslu í að efla sárameðferð á Íslandi. Framboð þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.febrúar. Vinsamlegast sendið okkur póst á sums2004@gmail.com. Endurnýjun stjórnar fer svo fram á aðalfundi 13.mars kl.16:15.

Hér eru nokkrar myndir frá ráðstefnunni okkar núna í nóv 😉

Takk allir sem komu að henni, fyrirlesarar, styrktaraðilar, fundarstjóri og allir gestir. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Við auglýsum glæsilegt námskeið í hjúkrunarfræðilegri meðferð krabbameinssára. Það verður haldið í sal Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga mánudaginn 20.nóvember frá kl. 13:00-16:00. Við erum svo heppin að fá erlendan gest Betinu Lund-Nielsen sérfræðing í hjúkrun sjúklinga með krabbameinssár og því er námskeiðið á ensku. Það eru aðeins 35 pláss þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Greiðsla jafngildir skráningu, sjá frekar á: https://www.hjukrun.is/vidburdir/medferd-krabbameinssara

Búið er að opna fyrir skráningu á haustráðstefnu SUMS sem verður haldinn föstudaginn 3. nóvember.

Skráningarsíðan er hér: Skráning á ráðstefnu SUMS 2023.

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki, hvor að verðgildi allt að 250 þúsund krónum.

Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS. 

Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS. 

Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Staða
  • Vinnustaður
  • Menntunargráða
  • Heiti verkefnis
  • Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi)
  • Samstarfsaðilar
  • Áætluð lok verkefnis / rannsóknar
  • Kostnaðaráætlun

Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.

Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com 

Umsóknarfrestur er til 22. Október 2023.

Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 3. nóvember.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst  á sums2004@gmail.com 

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl 16:15 í Hringsal.

Boðið verður upp á tvö áhugaverð erindi um bruna og brunameðferðir.

Allir velkomnir!