Næsta haustráðstefna SUMS verður á Hilton Hótel föstudaginn 13. október

**Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS**Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum.Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð áÍslandi og samræmast markmiðum SUMS.Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynnaverkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni íformi erindis eða veggspjalds.Í umsókn þarf að koma fram:• Nafn• Kennitala• Heimilisfang• Sími• Staða• Vinnustaður• Menntunargráða• Heiti verkefnis• Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð áÍslandi)• Samstarfsaðilar• Áætluð lok verkefnis / rannsóknar• KostnaðaráætlunFylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.comUmsóknarfrestur er til 9. mars 2017Styrkþegar verða kynntir á aðalfundi SUMS 15. mars 2017Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á sums2004@gmail.com

Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 21. okt á Hilton Reykjavík Nordika. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er langvinn sár og fótamein sykursjúkra. Dagskráin er [hér ](https://icelandtravel.artegis.com/lw/CustomContent?T=1&custom=1571&navid=15496&event=12140)
Opnað hefur verið fyrir skráningu og við hvetjum alla til að skrá sig.

[Skráning á ráðstefnuna](https://icelandtravel.artegis.com/lw/Registration?formName=regFormTemplate28057&custom=1571&navid=15492&event=12140)

Ný stjórn SUMS var kosin á síðasta aðalfundi. Tveir stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þær Jóna Kristjánsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir. Jóna gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Jóna hefur verið í stjórn samtakanna frá upphafi og eru henni færðar bestu þakkir fyrir störf sín. Einar Þór Þórarinsson, heimilislæknir gaf kost á sér í stjórn og Guðbjörg Pálsdóttir gaf kost á sér til endurkjörs. Iris Hansen lauk tveggja ára tímabili í stjórn sem varamaður, en bauð sig fram til að sitja áfram sem varamaður.Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er Tómas Þór Ágústsson formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður og ritari, Linda Björnsdóttir gjaldkeri, Einar Þór Þórarinsson meðstjórnandi, Ingibjörg Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Iris Hansen varamaður og Lilja Þyri Björnsdóttir varamaður.

Ársfundur SUMS verður haldinn 16. mars n.k.í Hringsal Landspítala við Hringbraut.Fundurinn hefst kl. 16.10 Sjá nánar í dagskrá.

Aðalfundarboð

Rannsókna / verkefnastyrkir SUMS eru lausir til umsóknar. Um er að ræða þrjá styrki að upphæð allt að 200 þús. kr. Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS. Umsóknarfrestur er til 2. mars n.k. Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf skjal) á sums2004@gmail.com Styrkþegar verða kynntir á aðalfundi SUMS 16. mars 2016

Rannsókna / verkefnastyrkir 2016

Nú er fjöldi skráðra félaga í SUMS kominn í 200. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna sem við höfum náð slíkum fjölda.

**Heimsþing sárasamtaka** (World Union of Wound Healing Societies)verður haldið í Flórens Ítalíu í 25. – 29. september 2016Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðu samtakanna: www.wuwhs2016.comFrestur til að skila úrdráttum er 23. desember 2015

**Lokað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna**Hægt er að mæta snemma í fyrramálið á Hilton Reykjavík Nordica (um kl. 07:50) og skrá sig þar.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna 16. október n.k.Skráningarhnappur er á forsíðu, hægra megin á síðunni.

Dagskrá ráðstefnu 2015