Það styttist í ráðstefnu evrópsku sárasamtakanna. Frábær vettvangur til að dýpka þekkingu sína og auka tengslanetið sitt við fólk með sama áhugasvið. Það er ódýrara skráningargjald til 28. apríl. Allir að skrá sig og mæta. Sjá frekari upplýsingar hjá heimasíðu samtakanna, https://ewma.org/ewma-conferences/2022
Í dag er alþjóðadagur þrýstingssáravarna. Höldum daginn hátíðlegan. Munum eftir HAMUR verklaginu og aðstoðum alla sem eiga í erfiðleikum með hreyfingu að hagræða sér. Frekari upplýsingar má finna hjá samtökum Evrópsku þrýstingssáravarna https://www.epuap.org/

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum.
Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.
Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.
Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.
Í umsókn þarf að koma fram:
• Nafn
• Kennitala
• Heimilisfang
• Sími
• Staða
• Vinnustaður
• Menntunargráða
• Heiti verkefnis
• Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi)
• Samstarfsaðilar
• Áætluð lok verkefnis / rannsóknar
• Kostnaðaráætlun
Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.
Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com
Umsóknarfrestur er til 25. október 2021
Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 5. nóvember.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á sums2004@gmail.com
Hér er hægt að skrá sig á haustráðstefnu SUMS
Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 5. nóvember á Hótel Hilton. Þemað í ár er óvenjuleg sár. Dagskráin er tilbúin og mikil tilhlökkun geta haldið ráðstefnu eftir svo langa bið.
08:00-08:30 Skráning og afhending gagna
08:30-08:35 Setning ráðstefnu
08:35-09:05 Atypisk sár- Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir
09:05-09:35 Sinafellsbólga með drepi og gasdrep (Necrotising fasciitis og gas gangrene)- Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir
09:35-09:45 Afhending styrkja
09:45-10:15 Kaffi og vörukynningar
10:15-10:40 Hreint eða ekki hreint- Berglind Guðrún Chu sérfræðingur í hjúkrun
10:40-11:05 Á eigin skinni; geta hraustir einstaklingar fengið þrýstingssár? – Hulda Margrét Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur
11:05-11:30 Meðferð húðágræðslusvæða- Halla Fróðadóttir lýtalæknir
11:30-11:55 Ör og örameðferð – Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir
11:55-13:00 Matur og vörukynningar
13:00-13:25 Skipta umbúðir máli?- Guðný Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur
13:25-13:50 Mat á sárum- hvað er mikilvægt? – Elva Rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
13:50-14:30 Umræður um sár og sárameðferð
14:30-15:00 Andri Ívarsson skemmtir í lok dags
Fundarstjóri: Kristín Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur
Verð: 12500 kr fyrir félagsmenn, 5500 kr fyrir nema, 21500kr fyrir utanfélagsmenn
Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð
Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15.
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um áhrif hlífðarbúnaðar á starfsfólk.
Dagskrá:
16:15 Aðalfundarstörf
16:40. “Högg og Klemma” Gunnar Auðólfsson lýtalæknir
17:10 “Hjúkrun Covid-19 sjúklinga á legudeildum Landspítala: Áhrif hlífðarbúnaðar” Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun
Allir eru hjartanlega velkomnir
Ársfundur SUMS verður miðvikudaginn 27. maí kl 16:15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða styrktaraðilar SUMS með stuttar kynningar á sínum vörum frá pontu. Allir velkomnir.

EWMA hefur ákveðið að fresta ráðstefnu sinni sem var fyrirhuguð í maí til 18. nóvember vegna COVID-19 faraldursins.
Sjá nánar á heimasíðu EWMA
Ársfundi SUMS sem átti að vera í dag kl 16:15 í Hringsal hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Ný tímasetning auglýst síðar.