Þann 28. október 2004 voru loksins stofnuð samtök um sárameðferð, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Áhugafólk um sárameðferð hafði oft rætt um mikilvægi þess að stofna þverfagleg samtök, en ekkert orðið úr. Samtökin heita “Samtök um sárameðferð á Íslandi” (skammstafað SumS). Á ensku nefnast þau The Icelandic Wound Healing Society (IWHS). Samtökin eru þverfagleg og hafði nefnd verið að störfum frá því í ágúst að undirbúa stofnun þeirra. Fulltrúar frá evrópsku sárasamtökunum (European Wound Management Association, EWMA) komu hingað fyrst í ágúst til að hvetja fagfólk á Íslandi til að stofna samtökin.

Samtök um sárameðferð

Sigurður Guðmundsson landlæknir setti málþingið og bauð gesti velkomna.

Heiðursgestir og fyrirlesarar voru:

Henrik Nielsen framkvæmdastjóri evrópsku sárasamtakanna.

Finn Gottrup skurðlæknir og professor við Háskólann í Óðinsvéum. Hann er formaður dönsku sárasamtakanna og jafnframt ritari í evrópsku sárasamtökunum.

Christine Moffat, hjúkrunarfræðingur og prófessor í London. Fráfarandi formaður evrópsku sárasamtakanna.

Kirsten Müller, hjúkrunarfræðingur, varaformaður dönsku sárasamtakanna.

Sjá nánar heiti fyrirlestra og dagskrá í Stofnfundur SumS (pdf skjal)

Að loknu málþingi voru sárasamtökin formlega stofnuð og hlutu þau nafnið SumS samtök um sárameðferð . Gestir á málþingi voru um 130 og stofnfélagar 80.

Lög hinna nýju samtaka voru síðan lesin upp og samþykkt. Merki samtakanna kynnt og samþykkt.

Tilnefnd til stjórnarsetu í SumS eru:

  • Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari
  • Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Herborg Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir
  • Jóna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Karl Logason, æðaskurðlæknir
  • Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir

Formaður SumS er kjörinn Jón Hjaltalín Ólafsson húðlæknir

Allir sem koma nálægt meðferð sárasjúklinga á Íslandi hafa fundið hversu erfitt getur verið að beina sjúklingi með langvarandi sár í réttan farveg innan heilbrigðiskerfisins. Vel menntað fólk og vel búnar deildir eru fyrir hendi en auka má við kunnáttuna og samræma meðferð.Frétt í Fréttablaðinu október 2004.Heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hjúkrunarfræðingum hefur verið tíðrætt um þörfina á þverfaglegum sárasamtökum.Í júlí 2004 fóru Baldur Tumi Baldursson húðlæknir og félagi hans hjá Össuri hf, Guðmundur Fertram Sigurjónsson á [WUWHS þing](http://www.wuwhs.org “Heimsþing sárasamtaka”) sem haldið var í París. Þar hittu þeir fyrir m.a. Finn Gottrup professor í Odense og Henrik Nielsen lækni fulltrúi [evrópsku sárasamtakanna](http://www.ewma.org) á þinginu.Í kjölfarið var ákveðið að kalla saman hóp heilbrigðisstarfsfólks og fulltrúa fyrirtækja sem flytja inn og selja vörur tengdar sárameðferð.Þann 16. ágúst 2004 kom hópurinn saman á hótel Nordica. Gestir fundarins voru Finn Gottrup og Henrik Nielsen. Össur hf. fjármagnaði komu þessara manna til landsins.Finn Gottrup hélt stutta tölu um sárameðferð og kostnað þess fyrir samfélagið. Hann ræddi um mikilvægi þverfaglegs samstarfs í sárameðferð. Einnig kom hann inn á hvernig staðið var að stofnun dönsku sárasamtakanna og miðlaði fundinum af áratuga langri reynslu sinni.Henrík Nielsen kom sem fulltrúi evrópsku sárasamtakanna og sagði frá hvernig þau gætu hjálpað okkur við undirbúning og stofnun samtakanna.Á þessum fundi var kosin nefnd til að sjá um undirbúning að málþingi og stofnun samtakana sem færi fram í lok málþings.Dagsetning málþings og stofnfundar var ákveðin 28. október 2004.