Búið er að ákveða dagsetningu næstu ráðstefnu SumS. Verður hún haldin á eins árs afmæli samtakanna 28. október n.k.

Félagsmenn takið daginn frá.

Dagskrá ráðstefnunnar er í mótun og verður nánar auglýst síðar. Settur verður (…)

Samtök um sárameðferð er orðinn formlegur aðili að EWMA. evrópsku sárasamtökunum.

Félagar í aðildarfélögum EWMA fá blaðið þeirra EWMA_JOURNAL frítt !! Blaðið er gefið út tvisvar á ári, vor og haust.

Vor blaðið er á leiðinni til okkar og verður sent út til félagsmanna innan skamms. Í blaðinu er m.a. grein um SumS eftir Guðbjörgu Pálsdóttur ritara SumS.

Aðalfundur SumS var haldinn þann 15. mars s.l. í Hringsal LSH.
Um 40 manns mættu á fundinn.

Dagskrá aðalfundar var samkvæmt lögum SumS.

Varaformaður bauð gesti velkomna og setti fundinn.

Fyrsta mál á dagskrá var kosning fundarstjóra og fundarritara.

Stungið var upp á Aðalheiði K. Þórarinsdóttur sem fundarstjóra og Guðbjörgu Pálsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins:

Varaformaður flutti skýrslu stjórnar.

Á fyrsta fundi eftir stofnfund, skipti stjórn með sér verkum:

 • Jón Hjaltalín Ólafsson var kosinn formaður á stofnfundi
 • Jóna Kristjánsdóttir var kosin varaformaður,
 • Guðbjörg Pálsdóttir ritari
 • Karl Logason gjaldkeri og
 • Aðalheiður K. Þórarinsdóttir meðstjórnandi
 • Varamenn eru þau:
 • Herborg Ívarsdóttir og Már Kristjánsson

Stjórn SumS hefur haldið 4 fundi frá stofnun og m.a. hafa verið rætt fyrstu skref samtakanna.

Allir stjórnarmeðlimir hafa mikinn metnað fyrir hönd samtakanna en eru sammála um nauðsyn þess að byrja rólega og í fyrstu var ákveðið að einblína á:

 • aðalfundinn og fá þar inn tvö góð fræðsluerindi
 • koma á fót heimasíðu.

Tveir stjórnarmeðlima hafa óskað eftir að draga sig í hlé.

Á fyrsta fundi óskaði Aðalheiður K. Þórarinsdóttir eftir að ganga úr stjórn þar sem hún er að hefja nám að nýju. Jón Hjaltalín Ólafsson dró sig einnig í hlé sökum anna í sínum störfum. Varamenn komu inn í stjórn í staðinn.

Þökkum við þeim gott samstarf og hjálp við undirbúning og stofnun SumS.

Lagabreytingar

Ekki komu fram neinar tillögur um breytingar á lögum.

Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram

Karl Logason gjaldkeri lagði fram stöðu samtakanna um síðustu áramót. Samtökin eiga 283.741 kr.

Formannskosning

Þar sem núverandi formaður Jón Hjaltalín Ólafsson hefur dregið sig í hlé, þurfti að kjósa nýjan formann og var stungið upp á Karli Logasyni æðaskurðlækni sem næsta formanni Sums. Var það einróma samþykkt.

Kosning stjórnar

Stungið var upp á stjórnarmönnum SumS, Guðbjörgu Pálsdóttur, Herborgu Ívarsdóttur, Jónu Kristjánsdóttur og Má Kristjánssyni sem öll höfðu gefið kost á sér. Einróma samþykkt.

Kosning varamanna

Elín Ólafsdóttir húðlæknir og Hanna Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

Tilnefnd voru þau Ásta Thoroddsen og Einar Hjaltason. Var það samþykkt.

Árgjöld félagsmanna og styrktaraðila ákveðin

Stungið var upp á að félagsgjöld fyrir árið 2005 yrðu 2000 kr. og árgjöld styrktaraðila 50.000 kr. Samþykkt.

Önnur mál

Heimasíða samtakanna kynnt og formlega tekin í notkun. Var það varaformaður SumS sem tók síðuna í notkun.

Fundargestir lýstu ánægju sinni með síðuna og þótti hún bæði falleg og vel gerð.

Að loknum aðalfundarstörfum fengu fundarmenn sér kaffi og skoðuðu hvað styrktaraðilarnir höfðu til sýnis fyrir framan fundarsalinn.

Að kaffihléi loknu var komið að tveimur fræðsluerindum.

Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir með erindið “Húðbitaflutningur til að flýta lækningu sára” og Karl Logason með erindið “Yfirborðsbláæðaaðgerðir á fólki með fótasár”.

Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, skrifaði greinina “Nyt sårselskab i Island” um undirbúning og stofnun SumS sem birtist í tímariti dönsku sárasamtakanna 4. tbl. 2004. Dönsku sárasamtökin gefa blaðið út 4 sinnum á ári.

Á fyrsta fundi stjórnar sem haldinn var 8. desember 2004 skipti stjórn með sér verkum þannig:

 • formaður: Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir, kosinn á stofnfundi
 • varaformaður: Jóna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • gjaldkeri: Karl Logason, æðaskurðlæknir
 • ritari: Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • meðstjórnandi: Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari

Í varastjórn:

 • Herborg Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir

Aðalheiður tilkynnti að hún þyrfti að hætta í stjórn SumS sökum anna, en hún var að hefja nám að nýju. Þökkum við Aðalheiði frábært samstarf við undirbúning og stofnun samtakanna og óskum henni alls hins besta á nýjum vettvangi.

Þann 28. október 2004 voru loksins stofnuð samtök um sárameðferð, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Áhugafólk um sárameðferð hafði oft rætt um mikilvægi þess að stofna þverfagleg samtök, en ekkert orðið úr. Samtökin heita “Samtök um sárameðferð á Íslandi” (skammstafað SumS). Á ensku nefnast þau The Icelandic Wound Healing Society (IWHS). Samtökin eru þverfagleg og hafði nefnd verið að störfum frá því í ágúst að undirbúa stofnun þeirra. Fulltrúar frá evrópsku sárasamtökunum (European Wound Management Association, EWMA) komu hingað fyrst í ágúst til að hvetja fagfólk á Íslandi til að stofna samtökin.

Samtök um sárameðferð

Sigurður Guðmundsson landlæknir setti málþingið og bauð gesti velkomna.

Heiðursgestir og fyrirlesarar voru:

Henrik Nielsen framkvæmdastjóri evrópsku sárasamtakanna.

Finn Gottrup skurðlæknir og professor við Háskólann í Óðinsvéum. Hann er formaður dönsku sárasamtakanna og jafnframt ritari í evrópsku sárasamtökunum.

Christine Moffat, hjúkrunarfræðingur og prófessor í London. Fráfarandi formaður evrópsku sárasamtakanna.

Kirsten Müller, hjúkrunarfræðingur, varaformaður dönsku sárasamtakanna.

Sjá nánar heiti fyrirlestra og dagskrá í Stofnfundur SumS (pdf skjal)

Að loknu málþingi voru sárasamtökin formlega stofnuð og hlutu þau nafnið SumS samtök um sárameðferð . Gestir á málþingi voru um 130 og stofnfélagar 80.

Lög hinna nýju samtaka voru síðan lesin upp og samþykkt. Merki samtakanna kynnt og samþykkt.

Tilnefnd til stjórnarsetu í SumS eru:

 • Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari
 • Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Herborg Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir
 • Jóna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Karl Logason, æðaskurðlæknir
 • Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir

Formaður SumS er kjörinn Jón Hjaltalín Ólafsson húðlæknir

Allir sem koma nálægt meðferð sárasjúklinga á Íslandi hafa fundið hversu erfitt getur verið að beina sjúklingi með langvarandi sár í réttan farveg innan heilbrigðiskerfisins. Vel menntað fólk og vel búnar deildir eru fyrir hendi en auka má við kunnáttuna og samræma meðferð.Frétt í Fréttablaðinu október 2004.Heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hjúkrunarfræðingum hefur verið tíðrætt um þörfina á þverfaglegum sárasamtökum.Í júlí 2004 fóru Baldur Tumi Baldursson húðlæknir og félagi hans hjá Össuri hf, Guðmundur Fertram Sigurjónsson á [WUWHS þing](http://www.wuwhs.org “Heimsþing sárasamtaka”) sem haldið var í París. Þar hittu þeir fyrir m.a. Finn Gottrup professor í Odense og Henrik Nielsen lækni fulltrúi [evrópsku sárasamtakanna](http://www.ewma.org) á þinginu.Í kjölfarið var ákveðið að kalla saman hóp heilbrigðisstarfsfólks og fulltrúa fyrirtækja sem flytja inn og selja vörur tengdar sárameðferð.Þann 16. ágúst 2004 kom hópurinn saman á hótel Nordica. Gestir fundarins voru Finn Gottrup og Henrik Nielsen. Össur hf. fjármagnaði komu þessara manna til landsins.Finn Gottrup hélt stutta tölu um sárameðferð og kostnað þess fyrir samfélagið. Hann ræddi um mikilvægi þverfaglegs samstarfs í sárameðferð. Einnig kom hann inn á hvernig staðið var að stofnun dönsku sárasamtakanna og miðlaði fundinum af áratuga langri reynslu sinni.Henrík Nielsen kom sem fulltrúi evrópsku sárasamtakanna og sagði frá hvernig þau gætu hjálpað okkur við undirbúning og stofnun samtakanna.Á þessum fundi var kosin nefnd til að sjá um undirbúning að málþingi og stofnun samtakana sem færi fram í lok málþings.Dagsetning málþings og stofnfundar var ákveðin 28. október 2004.