Nú er mánuður í ráðstefnu SumS sem haldin verður 27. október n.k.

Búið er að opna fyrir skráningu hér á síðunni efst til vinstri.

Dagskráin er í stórum dráttum tilbúin en endanleg dagskrá mun liggja fyrir fljótlega í október.

Einn erlendur fyrirlesari verður á ráðstefnunni, Deborah Hofman klínískur sérfræðingur í hjúkrun. Er mikill fengur að komu hennar á ráðstefnuna.

Stjórn SumS hefur ákveðið að veita tvo styrki, hvor að verðgildi 100.000 kr. til rannsókna/verkefna er tengjast því markmiði félagsins að stuðla að aukinni þekkingu á sáragræðslu og sárameðferð.

Þeir sem áhuga hafa, geta sótt um styrkinn hér á heimasíðunni

Umsóknarfrestur er til 15. október og verða styrkþegar kynntir á ráðstefnu SumS sem haldin verður á Hótel Loftleiðum 27. október n.k.

Á þingi evrópsku sárasamtakanna (EWMA) sem haldið var í Prag í maí 2006 var vakin athygliá mikilvægi þess að sameina þekkingu og færni heilbrigðisstarfsmanna við greiningu ogmeðferð sára á einn stað. Margvíslegar vísbendingar komu fram á þinginu sem benda tilþess að víða sé pottur brotinn í almennri þekkingu heilbrigðis-starfsmanna á mismunandiorsökum sára og meðhöndlun þeirra.[Sáramóttaka á LSH](/uploads/Hugrenningar um stofnun sáramóttöku á LSH.pdf)

Aðalfundur SumS var haldinn í blíðskaparveðri á Akureyri þann 17. mars s.l. Um 40 manns sóttu aðalfundinn og hlýddu á fræðsluerindi sem flutt voru að loknum aðalfundi.

Sjá nánar PDF-skjal

Nú líður að aðalfundi SumS fyrir árið 2006, sem að þessu sinni verður haldinn á Akureyri.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða flutt þrjú erindi um sár og sárameðferð.

Auglýsing vegna aðalfundar SumS 2006

Á ársfundi dönsku sárasamtakana eru veittir ýmsir styrkir sem einstaklingum sem vinna við sár og sárameðferð gefst kostur á að sækja um. Einnig veitir fyrirtækið 3M heiðursstyrk árlega, en ekki er hægt að sækja um hann, aðeins að vera tilnefndur til. Í úthlutunarnefnd þess styrkjar situr m.a. Finn Gottrup prófessor sem var gestur okkar á stofnfundi SumS.

Heiðursstyrk þenna má veita einstaklingi sem hefur

  • unnið markvisst að fyrirbyggingu og meðhöndlun sára
  • lagt sig sérstaklega fram um að efla þekkingu og skilning á sárameðferð.

Nokkrir félagar SumS voru sammála um að innan okkar vébanda væri einstaklingur sem uppfyllti þessi skilyrði og ætti skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag sitt til þessara mála. Því var send inn tilnefning og fékkst svar við henni 26 október s.l.

Guðbjörgu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi hjá Heilsugæslunni í Reykjavík, hlotnast þessi heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til sárameðferðar.

Á ráðstefnunni var Guðbjörg kölluð upp og henni afhentur blómvöndur af því tilefni. Guðbjörg hafði ekki hugmynd um að þetta stæði fyrir dyrum og kom það henni því skemmtilega á óvart.

Guðbjörg Pálsdóttir mun verða viðstödd aðalfund dönsku sárasamtakana þann 18 nóvember n.k. þar sem henni verða veitt þessi heiðursverðlaun.

TIL HAMINGJU GUÐBJÖRG !

Þátttaka á ráðstefnunni sem haldin var s.l. föstudag, fór fram úr björtustu vonum. Þátttakendur voru kringum 150 manns.

Stjórn SumS þakkar öllum fundargestum kærlega fyrir þennan mikla áhuga og sést það berlega hve mikil þörf er á fræðslu um sár og sárameðferð. Verður það stjórn SumS hvatning til að halda áfram og gera betur.

Í stað þess að dreifa fyrirlestrum á ráðstefnunni var ákveðið að birta þá á heimasíðunni. Fyrstu fjórir fyrirlestrarnir eru komnir inn undir “Fræðsluefni” hér til vinstri á síðunni og hinir tveir verða síðan settir inn eftir helgi.

Í lok ráðstefnunnar var spjallsvæði heimasíðu SumS opnað.

Minnt skal á að hver fyrirlestur er eign þess aðila sem flutti hann og eru þeir eingöngu ætlaðir til fróðleiks en ekki til notkunar við kennslu nema að fengnu leyfi höfundar.

Guðbjörg Pálsdóttir ritari SumS skrifar grein í Sår tímarit dönsku sárasamtakanna um eins árs afmæli íslensku sárasamtakanna.Nú er liðið rúmlega eitt ár frá stofnun SumS, Samtaka um sárameðferð á Íslandi. Viðhéldum góða ráðstefnu á eins árs afmælinu, á Hótel Loftleiðum, þar sem mörg góðerindi voru flutt.

Ár frá stofnun SumS

Endanleg dagskrá ráðstefnunnar liggur nú fyrir. Meðal efnis má geta að eftir hádegi verða tveir erlendir fyrirlesarar.

Þær koma báðar frá Danmörku og eru:

  • Anette Norden hjúkrunarfræðingur sem fjallar um V.A.C meðferð (Vacuum Assisted Closure)
  • Ulla Moe iðjuþjálfi sem fjallar um þrýstingssár. (frá sjónarhóli iðjuþjálfa)

Ákveðið hefur verið að hafa opið fyrir skráningu á ráðstefnuna til og með 26. október.