Heiðursverðlaun

Á ársfundi dönsku sárasamtakana eru veittir ýmsir styrkir sem einstaklingum sem vinna við sár og sárameðferð gefst kostur á að sækja um. Einnig veitir fyrirtækið 3M heiðursstyrk árlega, en ekki er hægt að sækja um hann, aðeins að vera tilnefndur til. Í úthlutunarnefnd þess styrkjar situr m.a. Finn Gottrup prófessor sem var gestur okkar á stofnfundi SumS.

Heiðursstyrk þenna má veita einstaklingi sem hefur

  • unnið markvisst að fyrirbyggingu og meðhöndlun sára
  • lagt sig sérstaklega fram um að efla þekkingu og skilning á sárameðferð.

Nokkrir félagar SumS voru sammála um að innan okkar vébanda væri einstaklingur sem uppfyllti þessi skilyrði og ætti skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag sitt til þessara mála. Því var send inn tilnefning og fékkst svar við henni 26 október s.l.

Guðbjörgu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi hjá Heilsugæslunni í Reykjavík, hlotnast þessi heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til sárameðferðar.

Á ráðstefnunni var Guðbjörg kölluð upp og henni afhentur blómvöndur af því tilefni. Guðbjörg hafði ekki hugmynd um að þetta stæði fyrir dyrum og kom það henni því skemmtilega á óvart.

Guðbjörg Pálsdóttir mun verða viðstödd aðalfund dönsku sárasamtakana þann 18 nóvember n.k. þar sem henni verða veitt þessi heiðursverðlaun.

TIL HAMINGJU GUÐBJÖRG !