Ráðstefnu SumS lokið

Þátttaka á ráðstefnunni sem haldin var s.l. föstudag, fór fram úr björtustu vonum. Þátttakendur voru kringum 150 manns.

Stjórn SumS þakkar öllum fundargestum kærlega fyrir þennan mikla áhuga og sést það berlega hve mikil þörf er á fræðslu um sár og sárameðferð. Verður það stjórn SumS hvatning til að halda áfram og gera betur.

Í stað þess að dreifa fyrirlestrum á ráðstefnunni var ákveðið að birta þá á heimasíðunni. Fyrstu fjórir fyrirlestrarnir eru komnir inn undir “Fræðsluefni” hér til vinstri á síðunni og hinir tveir verða síðan settir inn eftir helgi.

Í lok ráðstefnunnar var spjallsvæði heimasíðu SumS opnað.

Minnt skal á að hver fyrirlestur er eign þess aðila sem flutti hann og eru þeir eingöngu ætlaðir til fróðleiks en ekki til notkunar við kennslu nema að fengnu leyfi höfundar.