Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 5. nóvember á Hótel Hilton. Þemað í ár er óvenjuleg sár. Dagskráin er tilbúin og mikil tilhlökkun geta haldið ráðstefnu eftir svo langa bið.

SKRÁNING

08:00-08:30       Skráning og afhending gagna

08:30-08:35       Setning ráðstefnu

08:35-09:05       Atypisk sár- Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir

09:05-09:35       Sinafellsbólga með drepi og gasdrep (Necrotising fasciitis  og gas gangrene)- Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir

09:35-09:45       Afhending styrkja

09:45-10:15      Kaffi og vörukynningar

10:15-10:40       Hreint eða ekki hreint-  Berglind Guðrún Chu sérfræðingur í hjúkrun

10:40-11:05       Á eigin skinni; geta hraustir einstaklingar fengið þrýstingssár? –  Hulda Margrét Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur

11:05-11:30       Meðferð húðágræðslusvæða- Halla Fróðadóttir lýtalæknir

11:30-11:55       Ör og örameðferð –  Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir

11:55-13:00       Matur og vörukynningar 

13:00-13:25       Skipta umbúðir máli?- Guðný Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur 

13:25-13:50       Mat á sárum- hvað er mikilvægt? – Elva Rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

13:50-14:30       Umræður um sár og sárameðferð

14:30-15:00       Andri Ívarsson skemmtir í lok dags

Fundarstjóri: Kristín Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur

Verð: 12500 kr fyrir félagsmenn,  5500 kr fyrir nema,  21500kr  fyrir utanfélagsmenn

Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð

Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15.

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um áhrif hlífðarbúnaðar á starfsfólk.

Dagskrá:

16:15 Aðalfundarstörf

16:40. “Högg og Klemma” Gunnar Auðólfsson lýtalæknir

17:10 “Hjúkrun Covid-19 sjúklinga á legudeildum Landspítala: Áhrif hlífðarbúnaðar” Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun

Allir eru hjartanlega velkomnir

Ársfundur SUMS verður miðvikudaginn 27. maí kl 16:15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða styrktaraðilar SUMS með stuttar kynningar á sínum vörum frá pontu. Allir velkomnir.

EWMA hefur ákveðið að fresta ráðstefnu sinni sem var fyrirhuguð í maí til 18. nóvember vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar á heimasíðu EWMA 

Ársfundi SUMS sem átti að vera í dag kl 16:15 í Hringsal hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Ný tímasetning auglýst síðar.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar miðvikudaginn 11. mars kl 16:15 í Hringsal á LSH við Hringbraut.

Allir velkomnir

Dagskrá:
16:15 Aðalfundarstörf
16:40 Kaffi og vörukynningar styrktaraðila
17:10 Reynsla af notkun Kerecis Omega 3 Wound á heilsugæslu HSS
-Sveinbjörg S. Ólafsdóttir deildarstjóri á hjúkrunarmóttöku HSS
17:30 Meðferð með Kerecis Omega 3- nýjungar í meðferð sára með þorskroði
-Hilmar Kjartansson læknir

Nýjasta tölublað EWMA er komið út.

Í þessu tímariti er lögð sérstök áhersla á sár og sárameðferð hjá sjúklingum með krabbamein.

Að auki eru vísindagreinar og fréttir frá EWMA og samstarfsfélögum.

Tímaritið má lesa hér 

16. haustráðstefnu SUMS er nú lokið.  Þemað í ár var langvinn sár, ráðstefnan var vel sótt og við fengum að heyra mörg áhugaverð erindi. Anna Steinsen hjá KVAN sló svo á létta strengi í lok dags.

Styrktaraðilar sáum um áhugaverðar kynningar á sárameðferðarvörum í matar og kaffihléi.

Tveir rannsóknar og verkefnastyrkir voru veittir. Það voru þær Ástríður Pétursdóttir og Hulda Margrét Valgarðsdóttir sem fengu styrkina í ár, 200 þús kr hvor styrkur. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að heyra af verkefnum þeirra.

Við þökkum fyrirlesurum, styrktaraðilum og ráðstefnugestum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi átt ánægjulegan dag með okkur.

Ljósmyndir frá ráðstefnunni eru komnar inn á síðuna og eru í flipa merktur “efni” – ljósmyndir hér fyrir ofan.

 

Dagskrá:

08:00-08:30         Skráning og afhending gagna

08:30-08:35         Setning ráðstefnu

08:35-08:55         Sárin sem ekki gróa; Ingibjörg Guðmundsdóttir; hjúkrunarfræðingur

08:55-09:20         Hvað ef sárið grær? Lilja Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

09:20-09:40        Sáranámskeið í Háskólanum í Suður Noregi: Elva Rún Rúnarsdóttir og Sigþór Jens Jónsson, hjúkrunarfræðingar í meistaranámi segja frá reynslu sinni

09:50-10:20        Kaffi og vörukynningar

10:20-10:50         Langvinn fótasár og æðasjúkdómar. Steinarr Björnsson; æðaskurðlæknir

10:50-11:20         Heildrænt mat á sárum, meðferðaráætlun og mat á árangri; Þórgunnur Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur

11:20-11:50         Áhrif áhugahvetjandi samtals til að auka áhuga til breytinga; Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur

12:00-13:00       Matur og vörukynningar

13:00-13:40        Þverfagleg teymi í meðferð einstaklinga með sykursýkisár; Andreas Dietze, bæklunarlæknir

13:40-14:10        Offloading for the Diabetic Foot – current recommendations; Scott Gribbon, fótaaðgerðafræðingur

14:10-14:40:       Sykursýkisár séð með augum bæklunarlæknis;  Andreas Dietze

14:40-15:00        Að loknu góðu dagsverki; TBA

 

Fundarstjóri: Inga Margrét Skúladóttir

Verð: 12500 kr fyrir félagsmenn,  5500 kr fyrir nema,  21500kr  fyrir utanfélagsmenn