Aðalfundi lokið
Um 40 manns sóttu aðalfundinn sem haldinn var í Hringsal LSH. 14. mars. Fundarstjóri aðalfundar var Elín H. Laxdal æðaskurðlæknir.
Á aðalfundi voru bornar upp tvær lagabreytingar, önnur breytingin snýr að lögum félagsins en hin að merki SumS. Sjá nánar í auglýsingu um aðalfundinn frá 26. febrúar. Báðar lagabreytingar voru samþykktar af fundarmönnum.
Að loknum aðalfundi var kaffihlé og sýning styrkaraðila skoðuð en þeirra framlag er félaginu ómetanlegt. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Eftir kaffi voru flutt tvö fræðsluerindi og voru áheyrendur mjög ánægðir með þessi tvö ólíku en afar fræðandi erindi. Þökkum við fyrirlesurum fyrir þeirra framlag.