,

Ársfundur og ný stjórn SUMS

Ársfundur SUMS var haldinn miðvikudaginn 20. mars sl. Fundurinn var vel sóttur og auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru tvö fróðleg fræðsluerindi. Lilja Gunnardóttir sagði frá flóknu sáratilfelli úr heilsugæslunni og Berglind Chu, Guðný Einarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir sögðu frá námskeiði um þrýstingssáravarnir í Dublin sem þær sóttu fyrr í mánuðinum.

Ný stjórn SUMS var kosin, þrír stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tómas Þór Ágústsson og Þórgunnur Birgisdóttir varamaður. Þau gáfu öll kost á sér og voru endurkjörin með lófaklappi.
Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er nú Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður, Iris Hansen gjaldkeri, Lilja Gunnarsdóttir ritari og Tómas Þór Ágústsson meðstjórandi. Varamenn eru Þórgunnur Birgisdóttir og Bryndís Elísa Árnadóttir.