Frá EWMA ráðstefnunni í Glasgow

Nú er nýlokið sautjándu ráðstefnu EWMA og var hún að þessu sinni haldin í Glasgow Skotlandi.13 íslendingar sóttu ráðstefnuna (þar af 12 hjúkrunarfræðingar)Glasgow skartaði sínu fegursta veðri ráðstefnudagana og höfðu skotar á orði að annað eins veður hefði ekki komið á þessum árstíma í mörg ár, sól og hiti 15 – 18°C.Dagskráin var mjög þétt og úr miklu að velja. Í staðinn fyrir langa upptalningu á efninu, vil ég frekar benda ykkur á að hægt er að nálgast úrdrætti úr fyrirlestrum sem fluttir voru, á heimasíðu EWMA.Á hverri ráðstefnu er gefið út svokallað **”Position Document”** en þar er tekið fyrir ákveðið málefni hverju sinni, þemað þetta árið er **”Topical negative pressure in wound management”**. Position Document er samþætting og sameiginlegt álit marga sérfræðinga innan sárameðferðargeirans.Notið tækifærið, lítið inn á EWMA síðuna og skoðið þessa pappíra en einnig er hægt að nálgast eldri Position Document á http://ewma.org/english/ewma-conferences/conference-abstracts/2007.html ásamt úrdráttum frá fyrri ráðstefnum.Næsta EWMA ráðstefna verður haldin í Lissabon í Portúgal 14. 16. maí 2008 og vil ég hvetja sem flesta að sækja þá ráðstefnu, það er mjög fræðandi og gaman að hlusta á alla þessa góðu fyrirlestra, sjá og heyra í öðrum ráðstefnugestum og skoða hvað sýnendur hafa upp á að bjóða.Hægt er að sjá myndir frá ráðstefnunni undir myndir hér til hliðar.Jóna Kristjánsdóttirformaður SUMS