Sár og sárameðferð

Samtök um sárameðferð voru stofnuð fyrir fjórum árum. Markmið samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu á sárgræðslu og sárameðferð, stuðla að samvinnu og samræmingu í meðferð sára í íslensku heilbrigðiskerfi. Skipuleggja og halda ráðstefnur og fræðslufundi um sárameðferð, stuðla að auknum rannsóknum á sviði sárameðferðar á Íslandi og efla samskipti milli félagsins og annarra samsvarandi félaga innan lands sem utan. Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa og bráðasviði LSH hefur verið í stjórn samtakanna frá upphafi og hann fræðir okkur um sár og sárameðferð en þess má geta að stutt er síðan samtökin héldu vel heppnaða ráðstefnu þar sem fjallað var um sykursýkisár: Sár og sárameðferð