SUMS færði sáramiðstöð Landspítala ljósmyndavél að gjöf

Á þorláksmessu færði SUMS sáramiðstöð Landspítala stafræna myndavél að gjöf. Ljósmyndir eru mikilvægar við mat á sárum og við skráningu framvindu. Ljósmyndir af sárum eru einnig hjálplegar sem kennslu- og fræðsluefni. SUMS óskar sáramiðstöð velfarnaðar og vonar að þessi gjöf verði til þess að efla og styrkja starfsemi sáramiðstöðvarinnar enn frekar.Guðbjörg Pálsdóttir sárahjúkrunarfræðingur,hefur umsjón með sáramiðstöðinni. Hægt er að senda tölvupóst á saramidstod@landspitali.is Tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni þarf til að bóka tíma á sáramiðstöð.![](/images/gjof_til_saramidstodvar.jpg “Gjöf til sáramiðstöðvar afhent”)Frá SUMS, f.v. Bergþóra Karlsdóttir varamaður, Már Kristjánsson varaformaður, Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri, Bryndís Guðjónsdóttir deildarstjóri Bráða- og göngudeildar G3 Landspítala og Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur á sáramiðstöð.