Verkefna og rannsóknarstyrkur SUMS 2019

 

Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS

 

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum.

Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.

Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.

Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

 

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Staða
  • Vinnustaður
  • Menntunargráða
  • Heiti verkefnis
  • Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi)
  • Samstarfsaðilar
  • Áætluð lok verkefnis / rannsóknar
  • Kostnaðaráætlun

 

Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.

 

Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com

Umsóknarfrestur er til 1. október 2019

 

Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 11. október 2019

 

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst  á sums2004@gmail.com