Entries by Stjorn SUMS

EPUAP 2023

Minnum á ráðstefnu Evrópsku Þrýstingssárasamtakanna, EPUAP sem verður 13-15.sept. Tekið er við úrdráttum til 16.apríl.

EWMA ráðstefnan 2023

Minnum á glæsilega ráðstefnu EWMA, evrópsku sárasamtakanna sem verður 3-5 maí í Mílanó. Ódýrara ráðstefnugjald er til 29.mars þannig að um að gera að draga það ekki að skrá sig. https://ewma.org/ewma-conferences/2023

Aðalfundur Sums

Aðalfundur sárasamtakanna verður miðvikudaginn 15.mars kl.16:15 í Hringsal Landspítala. Hefðbundin aðalfundarstörf verða ásamt tveimur erindum. Dagskráin er í mótun en endilega takið tímann frá

, ,

Ráðstefna Sums – skráningarsíðan er opin!

Jæja, þá er loksins skráningarsíðan okkar komin í gagnið. Allir geta núna skráð sig á ráðstefnuna 11.nóvember 2022. Því miður er dagskráin ekki alveg tilbúin, verið er að staðfesta síðustu fyrirlesarana og hún ætti að koma í ljós fyrir vikulok. Erindin sem verða eru þó alls ekki af verri endanum og dagskráin mjög efnileg. Dæmi […]

Verkefna og rannsóknarstyrkur SUMS laus til umsóknar

Stjórn SUMS auglýsir verkefna- og rannsóknarstyrk SUMS. Tveir styrkir eru auglýstir, hvor allt að 200 þúsund krónur.Við hvetjum alla sem eru að vinna að verkefnum eða rannsóknum á sárameðferð að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.