Entries by Stjorn SUMS

,

Haustráðstefna SUMS

Búið er að opna fyrir skráningu á ráðstefnuna okkar sem verður haldin föstudaginn 25. október n.k. Hægt er að skrá sig hér Hlökkum til að sjá sem flesta

,

Ný stjórn SUMS

Ársfundurinn okkar var haldin 13 mars sl. þar var ný stjórn kosin.  Nýjar inn í stjórn eru Elva Rún Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Kristín Haraldsdóttir læknir. Fráfarandi stórnarmenn eru Berglind Guðrún Chu og Iris Hansen hjúkrunarfræðingar.

Ný stjórn hefur skipt með sér störfum og er eftirfarandi:

Elva Rún Rúnarsdóttir samfélagsmiðlastjóri
Guðbjörg Pálsdóttir meðstjórnandi
Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður
Kristín Haraldsdóttir ritari
Lilja Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Tómas Þór Ágústsson meðstjórnandi
Þórgunnur Birgisdóttir gjaldkeri

, ,

Myndir frá ársfundinum 2024

Við þökkum kærlega fyrir samveruna á síðasta ársfundi. Sérstakar þakkir fá fyrirlesarar, fundarstjóri og styrktaraðilar. Hér eru nokkrar myndir af deginum, og af nýrri og þáverandi stjórn samtakanna.

,

Aðalfundur SUMS

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl 16:15 í Hringsal LSH. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður boðið upp á tvö áhugaverð fræðsluerindi og styrktaraðilar munu kynna vörur sínar í kaffihléi. Á ársfundinum verður lögð fram lagabreyting sem félagsmenn hafa fengið sent í tölvupósti. Hlökkum til að hitta ykkur!

Auglýsum eftir framboðum í stjórn

Stjórn sárasamtakanna óskar eftir framboðum í stjórn fyrir næsta aðalfund. Það eru núna tvær lausar stöður og hvetjum við ykkur til að bjóða ykkur fram. Lofum frábærri teymisvinnu og reynslu í að efla sárameðferð á Íslandi. Framboð þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.febrúar. Vinsamlegast sendið okkur póst á sums2004@gmail.com. Endurnýjun stjórnar fer svo fram á […]

,

Námskeið um meðferð krabbameinssára

Við auglýsum glæsilegt námskeið í hjúkrunarfræðilegri meðferð krabbameinssára. Það verður haldið í sal Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga mánudaginn 20.nóvember frá kl. 13:00-16:00. Við erum svo heppin að fá erlendan gest Betinu Lund-Nielsen sérfræðing í hjúkrun sjúklinga með krabbameinssár og því er námskeiðið á ensku. Það eru aðeins 35 pláss þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Greiðsla […]