Entries by Stjorn SUMS

Verkefna og rannsóknarstyrkur SUMS laus til umsóknar

Stjórn SUMS auglýsir verkefna- og rannsóknarstyrk SUMS. Tveir styrkir eru auglýstir, hvor allt að 200 þúsund krónur.Við hvetjum alla sem eru að vinna að verkefnum eða rannsóknum á sárameðferð að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.

Journal of Wound Management

Nýjasta útgáfan af tímaritinu Journal of Wound Management er með áherslur á húðrifur. Eitthvað sem verður á vegi flestra sama hvar þeir vinna.

Félagsgjöldin

Stjórn Sárasamtakanna vill minna á að reikningur fyrir árgjaldi félagsmanna er kominn í heimabankann en kann að finnast undir valgreiðslur.

, ,

Ársfundur sárasamtakanna 2022

Ársfundur SUMS verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl 16.15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða tvö áhugaverð erindi. Andri Már Þórarinsson lýtalæknir fjallar um sinus pil og Magali B Mouy hjúkrunarfræðingur fjallar um súrefnismeðferð. Í kaffihléi verða vörukynningar frá styrktaraðilum. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

EWMA ráðstefna 2022

Það styttist í ráðstefnu evrópsku sárasamtakanna. Frábær vettvangur til að dýpka þekkingu sína og auka tengslanetið sitt við fólk með sama áhugasvið. Það er ódýrara skráningargjald til 28. apríl. Allir að skrá sig og mæta. Sjá frekari upplýsingar hjá heimasíðu samtakanna, https://ewma.org/ewma-conferences/2022

Alþjóðadagur þrýstingssáravarna í dag 18.nóvember 2021

Í dag er alþjóðadagur þrýstingssáravarna. Höldum daginn hátíðlegan. Munum eftir HAMUR verklaginu og aðstoðum alla sem eiga í erfiðleikum með hreyfingu að hagræða sér. Frekari upplýsingar má finna hjá samtökum Evrópsku þrýstingssáravarna https://www.epuap.org/