Fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 er tileinkaður þrýstingssáravörnum.Hvetjum alla til þátttöku með umræðu og aðgerðum á sínum vinnustað.Er þinn sjúklingur í áhættu? Hvað getur þú gert?* skoðað og metið ástand húðar* metið áhættuþætti* metið næringarástand* gert meðferðaráætlun í samræmi við áhættumat* notað dýnur og sessur í samræmi við áhættumat* notað sýnilega snúnings- og hagræðingarskema þegar við áSkráðu* ástand húðar* áhættu* meðferðaráætlunKynntu þér efnið á heimasíðu European Pressure Ulcer Advisory Panel:[http://www.epuap.org/wp-content/uploads/2012/05/EPUAP_Poster_1000x1500mm.pdf](http://www.epuap.org/wp-content/uploads/2012/05/EPUAP_Poster_1000x1500mm.pdf)[http://www.epuap.org/wp-content/uploads/2012/05/EPUAP_Factsheet_2013_A4.pdf](http://www.epuap.org/wp-content/uploads/2012/05/EPUAP_Factsheet_2013_A4.pdf)[http://www.puclas.ugent.be/](http://www.puclas.ugent.be/)

Lokað hefur verið fyrir skráningu á netinu en hægt er að mæta á Hilton Reykjavík Nordica að morgni 18. okt. og skrá sig á staðnum.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Þrýstingssár og varnir. Dagskrá

Ráðstefnugjald er:

  • 7.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 15.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 5.000 kr. fyrir nema

Þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2013 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 17. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Við minnum á fræðslufundinn á mánudag, þar sem okkur býðst að hlusta á frábæra fræðimenn á sviði sárameðferðar.

Fræðslufundurinn er í samvinnu við Kerecis.

Fjallað er um bláæðasár, sykursýkisár, vandamál við krónísk sár, húðvandamál og incontinence.

Fylgiskjal: auglýsing.

Látið sem flesta vita af þessu – aðgangur ókeypis.

Fræðslufundurinn hefst kl 16.15 en aukaaðalfundur SUMS byrjar 16.00.

Samtök um sárameðferð og Kerecis bjóða til fræðslufundar með heimsþekktum fræðimönnum á sviði sárameðferðar, mánudaginn 23. september n.k.

Þessir fræðimenn eru ráðgjafar hjá Kerecis, íslensku fyrirtæki sem þróað hefur stoðefni úr fiskroði, ætlað til sárameðferðar og fleira.

Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut og hefst um leið og auka aðalfundi SUMS lýkur.

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á sárameðferð að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Á undan fræðslufundinum verður auka aðalfundur SUMS þar sem tillaga um lagabreytingu er varðar 4 gr. laga um aðalfund er á dagskrá.

Tillagan varðar tímasetningu aðalfundar.

Í núverandi lagagrein segir: Aðalfund skal halda að hausti ár hvert.

Breytingartillaga: Aðalfund skal halda einu sinni á ári.

Dagskrá:

Kl. 16.00 – 16.10: Auka aðalfundur

Kl. 16.15 – 17.55: Fræðslufundur í samvinnu SUMS og Kerecis

  • Dr. Robert S. Kirsner: Novel Mechanism of Venous Ulceration
  • Dr. David Margolis: Diabetic lower extremity amputation: Is there an epidemic
  • Dr. Magnus S. Agren: Multiplex wound fluid analyses in acute and chronic wounds
  • Madeleine Flanagan RN, MS: Optimal Management of Incontinence Associated Dermatitis

Nánari upplýsingar um erlendu fræðimennina má finna á heimasíðu Kerecis

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum:

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður
  • Ína Kolbrún Ögmundsdóttir varaformaður
  • Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri
  • Vilborg Hafsteinsdóttir ritari
  • Már Kristjánsson meðstjórnandi

Varamaður er Lilja Þyri Björnsdóttir sem kemur inn í staðinn fyrir Karl Logason sem gaf ekki kost á sér áfram. Karl hefur setið í stjórn frá stofnun samtakanna. Viljum við færa honum bestu þakkir fyrir samstarfið undanfarin ár og hans þátt í uppbyggingu samtakanna.

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki að verðgildi 200 þúsund krónur hvor.

Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS.

Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.

Nánari upplýsingar

Lokað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS, þeir sem enn eiga eftir að skrá sig verða að mæta snemma 26. október og skrá sig á staðnum.

Sækja dagskrá