**Lokað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna**Hægt er að mæta snemma í fyrramálið á Hilton Reykjavík Nordica (um kl. 07:50) og skrá sig þar.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna 16. október n.k.Skráningarhnappur er á forsíðu, hægra megin á síðunni.

Dagskrá ráðstefnu 2015

Ráðstefnan verður haldin 16. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica.Nánar auglýst síðar.Takið daginn frá !

European Academy of Dermatology and Venereology stendur fyrir ráðstefnu sérstaklega ætluð læknum.Ráðstefnan er haldin í Sviss 23. – 25. október 2015.Upplýsinga og skráningarsíða:www.123contactform.com/form-1470481/2015-EADV-Specialist-Course-Wound-Care

Myndböndin okkar um Doppler mælingar og Þrýstingsumbúðir og fótasár komin á netið.Í Doppler myndbandinu sýnir Lilja Þyri Björnsdóttir okkur hvernig nota á Doppler þrýstingsmæli til að meta blóðflæði í fæti.https://youtu.be/YLV8u6afAFMÍ þrýstingsumbúða myndbandinu sýnir Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur hvernig leggja skal þrýstingsumbúðir með stutt-strekkjanlegum bindum á fótasár.https://youtu.be/a2SR6l0tLgY

Nýjasta tímarit EWMA Journal er komið út.Smellið á tengilinn til að ná í blaðið.http://ewma.org/ongoing/Journal/EWMA_J_1501_2015_web.pdf

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum,Guðbjörg Pálsdóttir formaður,Tómas Þór Ágústsson varaformaður,Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri,Linda Björnsdóttir ritari,og Ingibjörg Guðmunsdóttir meðstjórnandi.Varamenn:Iris Hansen,Lilja Þyri Björnsdóttirhttp://sums.is/boardÚr stjórn fóru þær: Ína Kolbrún Ögmundsdóttir og Vilborg Hafsteinsdóttir. Færum við þeim bestu þakkir fyrir frábær störf í þágu samtakanna á liðnum árum.Skoðunarmenn reikninga eru: Ásta St. Thoroddsen og Karl Logason.

Guðbjörg Pálsdóttir formaður fór yfir nýliðið ár sem var sögulegt að þvi leyti að sárasamtökin urðu 10 ára á árinu. Á ráðstefnunni 17. október ’14 var metþátttaka en um 170 þátttakendur sóttu ráðstefnuna.Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga samtakanna. Hagnaður varð hjá samtökunum á síðasta ári.Veittir voru tveir rannsókna/verkefnastyrkir, 200.000 kr. hvor. Umsækjendur voru tveir og voru báðar umsóknir samþykktar.Eyrún Ósk Guðjónsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingar á Landspítala eru styrkþegar SUMS 2015.Heiti verkefnis Eyrúnar er Fótamein sykursjúkra á Íslandi og Ingibjargar, Klínískar leiðbeiningar um sárasogsmeðferð.Úr stjórn samtakanna fóru þær Ína Kolbrún Ögmundsdóttir heimilislæknir og Vilborg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu, þær gáfu ekki kost á sér áfram.Voru þeim færðar gjafir og blóm fyrir störf sín í þágu samtakanna á liðnum árum.Lilja Þyri Björnsdóttir lauk einnig sínu tímabili í stjórn SUMS en gaf kost á sér áfram sem varamaður.Ný í stjórn komu: Ingibjörg Guðmundsdóttir og Linda Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar og Tómas Þór Ágústsson innkirtlasérfræðingur. Þau eru öll starfandi á Landspítala.Að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á kaffimeðlæti og síðan voru flutt tvö erindi hvort tveggja í boðið Kerecis.Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir fór yfir sáratilfelli frá læknum í Þýskalandi sem nota vörur Kerecis.Christopher L. Winters, DPM sáralæknir frá USA flutti erindið:A new piscine-derived acellular dermal matrix for difficult to heal wounds.

Ársfundur SUMS verður haldinn 9. mars kl. 16.15 í Hringsal Landspítala við Hringbraut.Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö fræðsluerindi.

Aðalfundarboð

Sáralæknir frá USA

Rannsókna / verkefnastyrkir SUMS eru lausir til umsóknar. Um er að ræða tvo styrki að upphæð allt að 200 þús. kr.Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS. Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig auk þess til að kynna verkefnin / rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS. Ekki verður tekið við umsókn um styrk til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni / rannsókn í formi erindis eða veggspjalds.

Rannsókna/verkefnastyrkir 2015