Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS

 

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum.

Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.

Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.

Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

 

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Staða
  • Vinnustaður
  • Menntunargráða
  • Heiti verkefnis
  • Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi)
  • Samstarfsaðilar
  • Áætluð lok verkefnis / rannsóknar
  • Kostnaðaráætlun

 

Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.

 

Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com

Umsóknarfrestur er til 1. október 2019

 

Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 11. október 2019

 

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst  á sums2004@gmail.com

Haustráðstefna SUMS 2019 verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 11. október frá kl 8-16. Takið daginn frá.

Ársfundur SUMS var haldinn miðvikudaginn 20. mars sl. Fundurinn var vel sóttur og auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru tvö fróðleg fræðsluerindi. Lilja Gunnardóttir sagði frá flóknu sáratilfelli úr heilsugæslunni og Berglind Chu, Guðný Einarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir sögðu frá námskeiði um þrýstingssáravarnir í Dublin sem þær sóttu fyrr í mánuðinum.

Ný stjórn SUMS var kosin, þrír stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tómas Þór Ágústsson og Þórgunnur Birgisdóttir varamaður. Þau gáfu öll kost á sér og voru endurkjörin með lófaklappi.
Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er nú Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður, Iris Hansen gjaldkeri, Lilja Gunnarsdóttir ritari og Tómas Þór Ágústsson meðstjórandi. Varamenn eru Þórgunnur Birgisdóttir og Bryndís Elísa Árnadóttir.

Ársfundur SUMS 2019 verður haldinn miðvikudag 20. mars 2019, kl 16.15 í Hringssal.

Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og tvö fræðsluerindi, sjá hér.

Allir velkomnir

Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum. Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.

Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS. Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.

Í umsókn þarf að koma fram: • Nafn • Kennitala • Heimilisfang • Sími • Staða • Vinnustaður • Menntunargráða • Heiti verkefnis • Stutt lýsing verkefnis / rannsóknar (markmið, aðferðir, gildi fyrir sárameðferð á Íslandi) • Samstarfsaðilar • Áætluð lok verkefnis / rannsóknar • Kostnaðaráætlun Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.

Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018 Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 16. nóvember 2018 Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á sums2004@gmail.com

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi (hana má einnig sjá á .pdf formi hér):

07:50 – 08:20
Skráning og afhending ráðstefnugagna

08:20 – 08:30
Setning og ávarp
Tómas Þór Ágústsson, formaður SUMS

08:30– 09:00
Þrýstingssáravarnir:
Gæðarannsókn og ný aðgerðaráætlun
Berglind G. Chu, hjúkrunarfræðingur
Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunfræðingur

09:00 – 09:30
Incontinence associated dermatitis
Prof. Dr . Dimitri Beeckman

09:30 – 10:00
KAFFIHLÉ OG VÖRUKYNNINGAR

10:00– 10:40
IAD framhald
Prof. Dr . Dimitri Beeckman

10:40 – 11:10
Mikilvægi næringar
Sigrún Sunna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur

11:10 – 11:40
Dýnur og sessur sem undirlag
Sigþrúður Loftsdóttir, iðjuþjálfi

11:40 – 12:10
Biofilm in wounds
Prof. Valerie Edwards-Jones

12:10 – 13.20
MATARHLÉ OG VÖRUKYNNINGAR

13:20 – 14:00
Notkun sýkladrepandi efna í sár
Prof. Valerie Edwards-Jones

14:00 – 14:30
Þegar skaðinn er skeður
Gunnar Auðólfsson, lýtalæknir

14:30 – 15:00
Þátttaka sjúklinga í meðferð sinni: Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna
Dr. Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur

15.30
Ráðstefnuslit

Skráning á https://icelandtravel.artegis.com/event/sums2018www.sums.is

Félagsmenn 12.500kr – Nemar 5.500kr – Utanfélagsmenn 21.500kr

Stjórn SUMS boðar til ársfundar 21. mars kl 16:15 í Hringsal

Dagskrá:

16.15 Aðalfundarstörf

16.45 Kaffi og vörusýning styrktaraðila

17.15 Necrotizing fasciitis – hvað er það? Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir

17.35 Smáforrit og fræsðluefni fyrir sárameðferð í starfi. Guðný Einarsdóttir, sárahjúkrunarfræðingur

Dagskrá haustráðstefnu SUMS sem verður 13. okt er hér Lokað verður fyrir skráningu á netinu kl 13 þann 12. okt. Hægt verður að skrá sig á staðnum þann 13.

Ný stjórn SUMS var kosin á síðasta ársfundi. Tveir stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þær Linda Björnsdóttir gjaldkeri og Lilja Þyrí Björnsdóttir varamaður. Þær gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir störf sín fyrir SUMS. Elín Laxdal æðaskurðlæknir á LSH og Þórgunnur Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri gáfu kost á sér til stjórnarsetu. Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er Tómas Þór Ágústsson formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður og ritari, Elín Laxdal gjaldkeri, Einar Þór Þórarinsson meðstjórnandi, Ingibjörg Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Iris Hansen varamaður og Þórgunnur Birgisdóttir varamaður.

Ný stjórn SUMS var kosin á síðasta ársfundi. Tveir stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þær Linda Björnsdóttir gjaldkeri og Lilja Þyrí Björnsdóttir varamaður. Þær gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir störf sín fyrir SUMS. Elín Laxdal æðaskurðlæknir á LSH og Þórgunnur Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri gáfu kost á sér til stjórnarsetu. Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er Tómas Þór Ágústsson formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður og ritari, Elín Laxdal gjaldkeri, Einar Þór Þórarinsson meðstjórnandi, Ingibjörg Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Iris Hansen varamaður og Þórgunnur Birgisdóttir varamaður.