Aðalfundur 2007
Aðalfundur SumS verður haldinn 14. mars n.k. í Hringsal LSH. Fundurinn hefst kl. 16.15. Sjá [dagskrá aðalfundar](/docs/dagskra_adalfundur_2007.pdf “Dagskrá aðalfundar 2007”).Bornar verða fram tvær lagabreytingar, vinsamlega kynnið ykkur lagabreytingarnar. Sjá [lagabreytingar](/docs/lagabreytingar_2007.pdf “Lagabreytingar fyrir aðalfund 2007”).Að loknum aðalfundi verða flutt tvö fræðsluerindi. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir ætlar að fræða okkur um vaxtarþætti trombocyta og sárameðferð.Hjúkrunarfræðingar á Æðaskurðdeild B-6 á LSH ætla að segja okkur frá reynslu sinni af VAC meðferð sem er að verða æ algengari þáttur í sárameðferð.Styrktaraðilar SumS munu kynna sínar vörur.Vonandi sjá félagsmenn í SUMS sér fært að mæta.kveðja stjórn SumS