Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð

Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15.

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um áhrif hlífðarbúnaðar á starfsfólk.

Dagskrá:

16:15 Aðalfundarstörf

16:40. “Högg og Klemma” Gunnar Auðólfsson lýtalæknir

17:10 “Hjúkrun Covid-19 sjúklinga á legudeildum Landspítala: Áhrif hlífðarbúnaðar” Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun

Allir eru hjartanlega velkomnir