, ,

Ráðstefna SUMS 15. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september.

Gestafyrirlesari er Madeileine Flanagan.

Madeleine hefur starfað við Háskólann í Hertfordshire í Englandi síðan 1996 við Faculty of Health & Human Sciences og haft veg og vanda að uppbyggingu og þróun náms í sárameðferð við þá stofnun, bæði í grunn- og framhaldsstigi. Síðustu ár hefur hún þróað og veitt forystu þverfaglegu sáranámi á meistarastigi við Háskólann í Hertfordshire og víðar.
Madeleine er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.Rannsóknir hennar tengjast meðferð langvinnra sára, sáratengdum verkjum og lífsgæðum sjúklinga með sár. Hún hefur skrifað námsbækur um langvinn sár og hefur birt fjölda greina í fagtímarit.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.
Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:

  • 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 9.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 3.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2010 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr.
Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com.

Skráningu lýkur 12. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.