, ,

5 ára afmælisráðstefna SUMS

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k.

Dagskráin verður heldur viðameiri en venjulega vegna þess að samtökin fagna 5 ára afmæli sínu á þessu ári, en þau voru stofnuð 28. október 2004.

Við fáum m.a. til okkar tvo góða gesti, Bo Jörgensen yfirlækni og Prófessor Finn Gottrup lækni frá Bispebjerg sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Finn Gottrup kom hér haustið 2004 og veitti góð ráð við undirbúning og stofnun samtakanna.

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.

Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:

  • 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 9.000 kr. fyrir aðra en félaga
  • 3.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2009 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr. Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 23. september

Dagskrá