, ,

Aðalfundur SUMS 2009

Aðalfundur samtakanna var haldinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. mars s.l.

Herborg Ívarsdóttir varaformaður setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar.

Félagar í SUMS voru 157 í árslok 2008.

Már Kristjánsson gjaldkeri lagði fram reikninga stjórnar og standa samtökin vel.

Ákveðið var að árgjöld félagsmanna og styrktaraðila skyldu vera óbreytt.

Lagabreytingar.

Tvær lagabreytingar voru lagðar fram, annars vegar er varðar nýtt merki samtakanna og hitt er varðar skammstöfun á nafni SUMS erlendis.

(sjá nánar í aðalfundarboði)

Báðar tillögurnar voru samþykktar.

Breyting á stjórn samtakanna.

Þrír gengu úr stjórn SUMS að þessu sinni, þau Herborg Ívarsdóttir sem gaf ekki kost á sér áfram, Karl Logason sem gaf kost á sér sem varamaður og Már Kristjánsson sem gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Tvö framboð til stjórnarsetu höfðu borist, frá Vilborgu Hafsteinsdóttur og Þórhildi Sigtryggsdóttur.

Vilborg er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Firði í Hafnarfirði og Þórhildur er læknir á Heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði.

Frekari framboð komu ekki fram og því var stjórnin sjálfkjörin og nýir stjórnarmeðlimir boðnir velkomnir.

Einn varamaður gekk úr stjórn og í ár var það Elín Ólafsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Hún gaf ekki kost á sér áfram. Karl Logason, læknir sem hætti í aðalstjórn gaf kost á sér sem varamaður.

Frekari framboð til varamanns bárust ekki og Karl var því sjálfkjörinn.

Í stjórn sitja því til næsta aðalfundar