Aukaaðalfundur og fræðslufundur mánudaginn 23. september 2013
Samtök um sárameðferð og Kerecis bjóða til fræðslufundar með heimsþekktum fræðimönnum á sviði sárameðferðar, mánudaginn 23. september n.k.
Þessir fræðimenn eru ráðgjafar hjá Kerecis, íslensku fyrirtæki sem þróað hefur stoðefni úr fiskroði, ætlað til sárameðferðar og fleira.
Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut og hefst um leið og auka aðalfundi SUMS lýkur.
Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á sárameðferð að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Á undan fræðslufundinum verður auka aðalfundur SUMS þar sem tillaga um lagabreytingu er varðar 4 gr. laga um aðalfund er á dagskrá.
Tillagan varðar tímasetningu aðalfundar.
Í núverandi lagagrein segir: Aðalfund skal halda að hausti ár hvert.
Breytingartillaga: Aðalfund skal halda einu sinni á ári.
Dagskrá:
Kl. 16.00 – 16.10: Auka aðalfundur
Kl. 16.15 – 17.55: Fræðslufundur í samvinnu SUMS og Kerecis
- Dr. Robert S. Kirsner: Novel Mechanism of Venous Ulceration
- Dr. David Margolis: Diabetic lower extremity amputation: Is there an epidemic
- Dr. Magnus S. Agren: Multiplex wound fluid analyses in acute and chronic wounds
- Madeleine Flanagan RN, MS: Optimal Management of Incontinence Associated Dermatitis
Nánari upplýsingar um erlendu fræðimennina má finna á heimasíðu Kerecis